Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 178
Skírnir
Egdonheiði
175
anna í klæðaburði. Maður í klæðum með nýtízku sniði og
litum virðist á heiði einskonar aðskotadýr. Það er eins og
elzti og einfaldasti búningurinn eigi bezt við, þar sem
jörðin er svona fáskrúðug.
Að hallast upp við dogg í miðdalnum á Egdonheiðinni
um náttmálabilið eins og nú, þar sem augað sá ekkert út
fyrir kollana og axlirnar á heiðinni, sem fylltu allan sjón-
deildarhringinn, og að vita, að allt í kring og allt fyrir
neðan hafði framan úr forneskju verið eins óbreytt og
stjörnurnar á festingunni, það gaf huganum kjölfestu, er
hann var á reki fyrir straumi breytinganna og hrjáður
af ómótstæðilegri ásókn nýjunganna. Hinn mikli óspjall-
andi staður átti sér forna festu, sem hafið getur ekki mikl-
azt af. Hver getur sagt um tiltekið haf, að það sé gamalt?
Sólin eimir það, tunglið hnoðar það, það endurnýjast á
einu ári, einum degi, eða einni stundu. Hafið breyttist,
akrarnir breyttust, fljótin, þorpin og þjóðin breyttust, en
Egdonheiðin var söm og áður. Yfirborð hennar var hvorki
svo bratt, að veðrin ynnu á því, né svo flatt, að það væri
undirorpið flóðum og framburði. Að fráskildum fornum
þjóðvegi og enn eldri fornmannahaug — en þeir voru
næstum orðnir náttúrugripir á aldanna rás — þá voru
jafnvel hinar smávægilegu ójöfnur þarna ekki af völdum
jarðhöggs, plógs eða reku, heldur voru þær hrein fingra-
för síðustu jarðbreytingar.
Þjóðvegurinn, sem áður var getið, lá yfir lægðirnar á
heiðinni um hana endilanga. Víða á leið sinni lá hann yf-
ir fornan sveitarveg, sem gekk út úr hinum mikla Vestur-
vegi Rómverja, Via Iceniana, eða Ikenildvegi, þar í nánd-
inni. Kvöldið, sem hér ræðir um, mátti sjá, að þótt orðið
væri svo skuggsýnt, að hinir smærri drættir í svip heiðar-
innar sæjust óskýrt, þá hélzt hinn hvíti borði vegarins
nálega jafnskýr og áður.
G.F. þýddi.