Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 179
Páll Eg-g-ert Ólasoti
Athuganir um Passíusálmahandrit
Árið 1924 birti Finnur prófessor Jónsson á prenti fyrir hið
íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn Passiusálma síra Hallgríms
Péturssonar. Sálmarnir eru þar prentaðir eftir eiginhandarriti
skáldsins, því er hann sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur byskups
i S'kálholti í maímánuði 1661 og varðveitt er i JS. 337, 4to. Þessu
fylgdi orðamunur neðanmáls, bæði úr frumprentun sálmanna (á
Hólum 1666) og úr skýrslu, sem Hálfdan rektor Einarsson birti
aftan við prentun sína á sálmunum (á Hólum 1780). Sú skýrsla
var runnin frá sira Vigfúsi Jónssyni i Hitardal og varðaði orða-
mun í öðru eiginhandarriti skáldsins, er til var á dögum síra Vig-
fúsar og skáldið hafði sent Ragnhildi Árnadóttur (lögréttumanns
í Ytra-Hólmi, Gíslasonar) árið 1660.
Ekki skal það efað hér, að Finnur prófessor Jónsson hafi vand-
að vel þessa prentun; hann var þaulæfður að skrifa upp handrit og
nákvæmur, enda auðvelt að sinna þessu verki, með því að hand-
ritið er skýrt og gott.
En í formála sínum fyrir þessu verki (bls. xxix) fara Finni
próf. Jónssyni svo orð: ,,Er þá vist allt prentað hér frá höf. hendi,
sem við kemur Passíusálmunum og handritum þeim, sem menn vita
deili á“. Það er efni þessarar stuttu greinar að athuga þessa stað-
hæfing, eftir þeim handritum, sem nú eru kunn og athyglisverð
mega þykja, og helztu prentunum sálmanna.
A. JS. 337, 4to., er hið yngsta af þeim eiginhandarritum, sem
vitað er um, að frá skáldinu hafi farið, og um tíma varðveittust;
er það auðvitað með því orðfæri, sem skáldið hefir þá viljað hafa
á sálmunum. Það er alkunnugt, að skáld víkja oft við kvæðum
sínum (og þykja mörgum síðari breytingar þeirra eigi til bóta).
Vitanlega verður að telja skáldin sjálf einráð um það, hvenær þau
þykjast ánægð í þessu efni. Þetta verður því líklega að telja aðal-
handritið, ef miðað er við það, að það er yngst frá hendi skálds-
ins. Nægir hér um það að visa til prentunar Finns Jónssonar og
greinar eftir mig í Skírni 1927, bls. 183—94.
B. Handrit það, sem skáldið sendi Ragnhildi Árnadóttur frá
Ytra-Hólmi, eða réttara sagt orðamunur úr því, sem Hálfdan rektor
fekk frá sira Vigfúsi i Hítardal. Hér við er þess fyrst og fremst