Skírnir - 01.01.1939, Side 180
Skírnir
Athuganir um Passíusálmahandrit
177
að geta, að eftir að prentun Finns próf. Jónssonar lauk, er komin
fram eiginhandarskýrsla síra Vigfúsar um þetta (kom til lands-
bókasafnsins 1930, norðan úr Skagafirði, og er nú í Lbs. 2346,
8vo). Var engin von til þess, að Finnur Jónsson gæti vitað um þá
skýrslu. En skýrsla þessi er talsvert fyllri en Hálfdan rektor getur
um. Af henni kemur það í ljós í fyrsta lagi, að skáldið hefir skrif-
að þetta eintak (og sent) í marzmánuði 1660, og hefir það staðið
aftast i kverinu. Ætti því það, sem er tekið af orðamun þaðan að
vera merkt C, þótt venjulega sé vitnað í það eða það nefnt B. í
öðru lagi hefir þar aftan við staðið :
„Wass travrestu doch,
Gott lebet noch“.
,Það er
Hvað hryggistú.
Guð lifir enn nú’.
Þar af leiðir aftur, að þessi einkunnarorð í eintaki Ragnhildar
Brynjólfsdóttur eru upphafleg og þetta sálmsupphaf, sem menn
eigna Páli Gerhardt, sé því þegar kunnugt síra Hallgrími árið 1660
(sbr. grein mína í Skírni 1927, bls. 193—4). Það sést beinlínis af
skýrslu síra Vigfúsar í Hítardal, að síra Hallgrímur hefir sent hand-
ritið til Ragnhildar Árnadóttur að Kaldaðarnesi, og er það svo að
skilja, að hún hefir átt þar heima eða verið stödd þar hjá Ragn-
heiði, systur'sinni, konu síra Álfs Jónssonar. Ragnhildur átti síðar
síra Jón Diðriksson. Það er því rangt, sem um þetta hefir áður
verið sagt (sbr. Skírni 1927, bls. 188).
C. Eiginhandarrit skáldsins, er hann sendi þeim mágkonum,
Kristínu Jónsdóttur í Einarsnesi (konu Sigurðar lögmanns Jóns-
sonar) og Helgu Árnadóttur í Hítardal (konu síra Þórðar Jónsson-
ar). Þessi eintök hafa auðvitað verið tvö, en samhljóða og rituð
samtímis. Þau eru nú ekki lengur til, svo að menn viti. Hitt virðist
mönnum ekki hafa komið til hugar, hvort athugunarvei*t væri, að
til kynni að vera uppskrift sálmanna í þessari mynd, og er það
raunar vorkunn, með því að mörg eintök sálmanna í handritum
reynast skrifuð eftir prentmáli. Þeir, sem skimast eftir þessum
efnum, hljóta þó, nálega sjálfkrafa, að nema staðar við handrit
sálmanna í JS. 342, 4to. Þar eru varðveitt ávarpsorð síra Hall-
gríms til þeirra mágkvenna, Kristínar og Helgu; eru þau dagsett
5. maí 1660, og er það handrit því yngra en B. Þetta, að ávarpsorð
þessi finnast þarna, myndi í sjálfu sér ærin ástæða til nánari at-
hugunar á handritinu. En samt hafa fræðimenn, þeir er sinnt hafa
Passíusálmum síra Hallgríms, ekki gefið handritinu gaum, ekki
heldur Finnur Jónsson, þótt hann hafi birt ávarpsorðin þaðan aft-
12