Skírnir - 01.01.1939, Page 181
178
Páll Eggert Ólason
Skírnir
an við Passíusálmaprentun sína. Þó þarf ekki lengi að rýna í þetta
handrit, til þess að ganga úr skugga um það, að það er frábrugðið
hinum höfuðhandritum sálmanna. Enn fremur vill sVo til, að það
hefir (meðal annars) að geyma vísur Kolbeins Grimssonar til
,Ragnheiðar Sigurðardóttur ungu á Laugarbrekku', en sú Ragn-
heiður var einmitt dóttir Sigurðar lögmanns Jónssonar í Einars-
nesi og Kristínar, sem síra Hallgrímur sendi sálmana. Var Sigurður
á yngri árum sýslumaður í S'næfellsnessýslu og bjó að Laugar-
brekku, en Ragnheiður dóttir hans giftist Sigurði lögmanni Björns-
syni í Saurbæ á Kjalarnesi. í öðru lagi kemur það í Ijós, að hand-
ritið (JS. 342, 4to) er skrifað eftir 1680, því að sálmur er þar
frá því ári orktur af síra Benedikt Péturssyni að Hesti. Hins vegar
má ráða það af handbragðinu, að það sé skrifað ekki miklu síðar.
í þriðja lagi er rithöndin. Hún hefir oft komið mér fyrir augu í
öðrum handritum, bæði í Árnasafni og hérlendis (t. d. á fyrra
hluta ÍB. 235, 4to., sem einmitt er þýðing Sigurðar lögmanns Jóns-
sonar; einnig minnir mig, að sama hönd sé á Noctes Setbergenses,
sem er í Árnasafni, þótt langt sé umliðið, siðan er eg handlék það
handrit, en það er einmitt runnið frá Saurbæ, frá Sigurði lögmanni
Björnssyni). Langa tíð var mér þessi rithönd ókunn. Loks datt eg
ofan á hana í kirknaskjölum úr Þverárþingi sunnan Hvítár (Reyk-
holtsskjöl í þjóðskjalasafni, skinntransskriptið). Þar er grein með
þessari hendi og undirskrift sjálfs skrifarans undir, svo að ekki er
um að villast. Hann hét Guðmundur Jónsson, og er hann enginn
annar en Guðmundur, bróðir Sigurðar lögmanns í Einarsnesi, sá
er sýslumaður var um hríð í Þverárþingi sunnan Hvítár. Guðmund-
ur fluttist síðast að. Saurbæ á Kjalarnesi, til Ragnheiðar, bróður-
dóttur sinnar, og Sigurðar lögmanns Björnssonar, og andaðist þar
háaldraður. Af þessu er það auðsætt, að handrit hans (JS. 342,
4to.) er beint eftirrit eiginhandarsálma síra Hallgríms, þeirra er
hann sendi Kristínu í Einarsnesi, og því ígildi þess frumrits. Orða-
munur þaðan hefir því fullt gildi. Þess skal getið, að í þessu hand-
riti (JS. 342, 4to.) eru ritningarstaðir mjög þétt á jöðrum hand-
ritsins (um fram önnur handrit) og með annarri hendi en handritið
að öðru leyti; ritningarstaðirnir eru að miklum meira mun úr
gamla testamentinu.
D. Passíusálmahandrit er í ÍBR. 133, 8vo, skr. 1669, og er
höndin mér ókunn. Sumstaðar eru þar orðabreytingar með annarri
(yngri) hendi. Handrit þetta er svo nálægt skáldinu í tíma (ritað,
meðan hann er lífs), að skylt er að taka það til greina um orða-
mun við prentun sálmanna. Það er enn fremur athyglisvert, að
23. sálmur er hér í tvenns konar gerð, og hefir hinn fyrri
aldrei verið prentaður með sjálfum sálmunum. Þó hefir Grímur
Thomsen á sínum tíma tekið eftir þessu (eða honum verið bent á