Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 182
Skírnir
Athug'anir um Passíusálmahandrit
179
það), enda birti hann sálminn í formála fyrra bindis Sálma og
kvæða sira Hallgrims, Rv. 1887. Þetta handrit hlýtur, af því sem
nú var tekið fram, að vera mjög náið skáldinu sjálfu, þótt eg geti
nú ekki sagt, hvernig þau tengsl muni vera. Þess er og vert að geta,
að í kveri þessu er sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“, og er
þar nokkur orðamunur, frá því sem venjulegt er; er og skylt að
gefa gaum að þessu, fyrir sakir aldurs handritsins.
E. Þórður byskup Þorláksson lét prenta sálmana í Skálholti
1690 og bætti inn erindum þeim, sem vantaði i prentun sálm-
anna árin 1666, 1671 og 1682, en virðist ekki hafa breytt til að
öðru leyti né borið saman. Lög setti hann þar inn (við 1., 32. og
50. sálm). í uppprentun sálmanna eftir það bjó síðan að mestu að
þessari gerð Þórðar byskups. Raunar breytti Björn byskup Þorleifs-
son (í prentuninni 1704) einu orði í 18. erindi 14. sálms og öðru
orði í 12. erindi 16. sálms; hlaut hann af því mikið ámæli, sem al-
kunnugt er. Sönglögum við 1. og 50. sálm raskaði hann einnig.
Sönglögin voru síðan alveg felld niður aftur, en orðabreytingar
Björns byskups eru i prentuninni 1712. Eftir það var síðari breyt-
ingin lagfærð, en hin fyrri er enn í prentuninni 1771.
F. Frumprentunin er á Hólum 1666. Við samanburð er auð-
sætt, að handritið, sem þar hefir verið farið eftir, hefir verið mjög
skylt C.
Sönglög þau, sem skáldið boðar við sálmana, eru flest birt í
prentun Jónasar Jónssonar (Rv. 1906—7), en ranghermt er þar
i formálanum, í upphafinu (2.—4. línu) um lögin (og má lagfæra
það, eftir því sem að framan segir, við E).
Avarp skáldsins til Helgu Árnadóttur í Hítardal og Kristínar
Jónsdóttur í Einarsnesi er fyrst í prentun sálmanna 1772 (en sálm-
unum eigi breytt), og formáli síra Jóns Jónssonar á Melum fyrst
i prentun þeirra 1780 (hann er einnig í JS. 342, 4to).
Samkvæmt því, sem nú hefir verið tiltínt, hefir Finnur próf.
Jónsson fullyrt of mikið í formálanum að Passíusálmaprentun
smni. En þessar athuganir eru birtar hér til liðveizlu þeim, sem
einhvern tíma kann að taka að sér fullkomna prentun sálmanna,
þvi að óvíst er, að öll þau atriði, sem hér eru greind, liggi þeim
•nanni þegar ljóslega fyrir augum.
12*