Skírnir - 01.01.1939, Side 183
Ritfregnir
Francis Bull, Fredrik Paasche og A. H. Winsness: Norsk littera-
turhistorie. I—V. H. Aschehoug & Co. (W. Nygaard). Oslo 1924
—1937.
Þessi bókmenntasaga Norðmanna byrjaði að koma út i heftum
haustið 1923, og var þá ráð fyrir því gert, að henni yrði lokið á
fáum árum. En verkið reyndist meira og torsóttara en þeir prófess-
orarnir Bull og Paasche gátu séð fyrir í upphafi. Þeir hafa samið
tvö bindi hvor, Paasche I. og III., Bull II. og IV., en V. bindið tók
dr. A. H. Winsnes, sem nú er orðinn prófessor í Norðurálfubók-
menntum, að sér að rita. Var svo verkinu lokið 1937 og hafði þá
verið fimmtán ár í prentun. Margir kaupendur kvörtuðu um það,
að útgáfan gengi dræmt. Nú spyr enginn framar um það, hversu
lengi bókin hafi verið á leiðinni. Allir geta hins vegar lokið upp
einum munni um, að hér sé stórvirki leyst af hendi, mikið að vöxt-
um, rúmar 3000 blaðsíður, prýðilegt að ytra frágangi, m. a. með
sæg af vel völdum og vel prentuðum myndum, — og það sem mestu
varðar, reist á miklum rannsóknum, svo að það markar að mörgu
leyti tímamót á þessu sviði.
Það er ýmsum sérstökum vandkvæðum bundið að rita bók-
menntasögu Norðmanna. Þessi stórgáfaða þjóð hefir sætt undar-
legum og ömurlegum örlögum með mál sitt og menntir. A 9. og 10.
öld eiga Norðmenn skáldskap, sem er bæði frumlegur og merkileg-
ur, Eddukvæði og dróttkvæði. Undir lok 10. aldar taka Islending-
ar, frændur þeirra, dróttkvæðin alveg í sínar hendur. Það er eins
og annað þyki ekki sæma eftir þann tíma en öll hirðskáld séu ís-
lenzk. Þeir örfáu Norðmenn og Orkneyingar, sem ort hafa drótt
kvæði á 11. og 12. öld, svo að nú sé vitað, standa allir í nánu sam-
bandi við hin íslenzku skáld (t. d. Haraldur harðráði og' Rögnvald-
ur kali) og geta beinlínis talizt lærisveinar þeirra. Varla nokkui't
vísuorð eftir hin norsku skáld frá Braga hinum gamla til Bjarna
biskups Kolbeinssonar myndi vera varðveitt, ef íslendingar hefðu
ekki verið svo geymnir á hin, fornu fræði sem raun varð á. Sama
máli gegnir um Eddukvæðin. En þar er sá munur á, að þau kvæði
eru varðveitt án höfundarnafna og hafa vegna hinna léttu hátta
breytzt miklu meira í meðförum en dróttkvæðin, sem stóðu í skorð-
um hendinganna. Því er það enn og mun að líkindum lengi verða
vafamál, hvernig Eddukvæðunum eigi að skipta milli Norðmanna