Skírnir - 01.01.1939, Síða 184
Skírnir
Ritfregnir
181
og íslendinga. Um það verður ekki deilt, að íslendingar hafa þar
mikið þegið, þeir valda ekki upphafi þess kveðskapar. Hitt er jafn-
víst, að þeirra er varðveizlan öll. Og að líkindum hafa Eddukvæðin
breytzt svo í meðförum, líkt og danskvæðin seinna, að jafnvel þau
þeirra, sem frumkveðin kunna að vera í Noregi, bera nú meiri eða
minni svip þeirrar þjóðar, sem lengst geymdi þau í minni og loks
kom þeim á bókfellið.
Á 12. og 13. öld bera íslenzkar bókmenntir svo ægishjálm yfir
hinar norsku, að hreinni furðu sætir, þegar gætt er þess, að Norð-
menn getur þá ekki fremur en siðar hafa skort hæfileika til bók-
menntastarfsemi, að þeir voru stærri þjóð og höfðu mikið sam-
neyti við íslenzk skáld og fræðimenn. Að vísu rita Norðmenn tals-
vert, lög, þýðingar og einstaka sagnarit, sem hafa mikil áhrif á ís-
lenzkar bókmenntir. Þeir eiga m. a. frá 13. öld stórvirki eins og
Konungsskuggsjá. íslenzkar bókmenntir eiga Norðmönnum á þessu
tímabili sem áður margt að þakka. En það er samt hverfandi í
samanburði við frumleik og auð hins íslenzka menntalífs. Munur-
inn á þessum tveimur þjóðum kemur fram í kynlegustu dæmum.
Það er jafnsjálfsagt, að íslendingar riti sögu norskra samtíðarvið-
burða á 12. og 13. öld og að þeir séu hirðskáld. Norðmönnum virð-
ist ekki annað til hugar koma. Og mikið af hinum norsku þýðing-
um er aðeins til í islenzkum handritum. Jafnvel Konungsskuggsjá
virðist hafa verið til í miklu fleiri uppskriftum á íslandi en í
Noregi!
Um 1300 slitnar sambandið milli norskra og islenzkra bókmennta
að mestu leyti. íslendingar hætta að yi'kja og rita um norska kon-
unga. Þeir kunna að hafa flutt eitthvað af sögum til Noregs og
læra danskvæði af Norðmönnum. Frá 1300 til siðaskipta eru engar
norskar bókmenntir til nema danskvæði, sem þó eru ekki rituð fyrr
en löngu síðar. Hið stórfellda Draumkvæði, sem stundum hefir
verið talið frá 13. öld, en er líklega ort eftir 1300, var ekki skrif-
að upp fyrr en á 19. öld, eins og alþýðan kunni það þá á sínu máli.
Þegar siðaskiptin koma, er ekkert norskt bókmál til, bæjamálið
orðið blandað fyrir erlend áhrif og sveitamálið klofið í mállýzkur.
Norðmenn taka við hinni dönsku biblíuþýðingu, og danskan verður
bókmál þeirra. Norðmaðurinn Ludvig Holberg, sem veldur tíma-
mótum í bókmenntum allra Norðurlanda, starfar í Danmörku og
er þar enn í dag kallaður danskur rithöfundur og faðir danskra
bókmennta. Yfirleitt eru allir norskir rithöfundar á 18. öld jafn-
fi'amt taldir til danskra bókmennta. Það er ekki fyrr en með Wer-
geland og Welhaven, sem báðir rita þó að mestu danskt bókmál,
að Norðmenn eignast bókmenntir, sem þeir eru einir um. Og þó
Hður enn langur tími þangað til hið norska ríkismál hefir fengið
verulega þjóðlegan svip og helztu rithöfundarnir fara að koma út