Skírnir - 01.01.1939, Síða 185
182
Ritfregnir
Skírnir
hjá norskum bókaútgefendum. En á 19. og 20. öldinni verða Norð-
menn stórveldi í heimsbókmenntunum, hver afburðamaðurinn rís
upp af öðrum, og ætti að nefna mestu núlifandi rithöfunda í heim-
inum, myndi enginn vera í efa um, að þau Knut Hamsun og Sigrid
Undset yrðu þar í allrafremstu röð. Það er mjög fróðlegt að rekja
bókmenntasögu slíkrar þjóðar, jafnvel á ófrjóvustu skeiðum henn-
ar. Betra dæmi þess, hve hæfileikar manna eru háðir þeim menn-
ingarjarðvegi, sem þeir vaxa upp i, mun varla verða fundið.
Það gefur að skilja, að hér er ekki kostur á að ritdæma annað
eins verk og þessa nýju bókmenntasögu í einstökum atriðum. En
öllum mun geta komið saman um, að hún ber langt af öðrum rit-
um sama efnis, eldri og yngri, bæði að ágætri framsetningu og
vegna þeirrar þekkingar og sjálfstæðra rannsókna, sem hún er reist
á. Sá hluti hennar, sem mest mun hafa verið og verða lesinn hér á
íslandi, er I. bindið, enda ber það nafnið „Norges og Islands litte-
ratur indtil utgangen af middelalderen". Paasche hefir í þessu
bindi, eins og vænta mátti af svo fróðum manni og réttsýnum,
reynt að rita um þessar bókmenntir án nokkurrar norskrar ásælni,
og hefir hann efalaust skipt búi með Norðmönnum og Islendingum
með meira sanni en nokkur annar landi hans, sem um þetta hefir
ritað. Enda ættu Norðmenn senn að fara að eignast þann metnað
og sjálfstraust af afrekum sínum á síðustu öldum, að þeir þyrftu
ekki að skreyta sig með annara fjöðrum. Paasche segir um ásælni
landa sinna og hvernig þeir á villandi hátt hafa reynt að rugla
saman reytum sínum og Islendinga m. a.: „Forblandingen har ikke
bare bragt vinding, uttryk som „vora gamle sagaer“ har fört til
skjæv opfatning af det, som virkelig er norsk middelalder.-------
Annekteringen har ogsaa fört med sig, at studiet af det hjemme-
norske aandsliv er blit forsömt. Ti i virkeligheten kom moderlandet
i skygge af nybygden, og anderledes kunde det ikke gaa; den
norske middelalderslitteratur er av omfang langt mindre end den
islandske, dens arter er meget færre og dens originalitet avgjort
ringere, — tilogmed var det de islandske ai'beider som hadde mest
at fortælle om Norge. Men ogsaa de norske har noget at oplyse“
o. s. frv. Af þessu bindi þykir mér einna minnst koma til kaflans
um Eddukvæðin, og hann hefði vel mátt vera nokkuð styttri i hlut-
falli við aðra kafla þess. En hinir kaflarnir mega heita hver öðrum
betri, bæði snilldarlega ritaðir og margar nýjar og skarplegar at-
huganir. Þar myndi eg víða óska, að rúmið hefði leyft höfundinum
að segja meira, einkum um sögurnar.
En íslendingar hefðu gott af að lesa meira en þetta I. bindi, þó
að það komi þeim beinast við. Svo er um 16. og 17. öldina, frá siða-
skiptunum til daga Holbergs, að þar er næsta lærdómsríkt að hafa
norskar bókmenntir til samanburðar við þær íslenzku. Efnið er hér