Skírnir - 01.01.1939, Side 186
Skírnir
Ritfregnir
183
ákaflega fátæklegt, en meðferð Francis Bulls á því er meistaraleg.
Það er ekki heiglum hent að skrifa góða sögu um tímabil þan sem
Dorothe Engelbretsdatter er meðal skærustu stjarnanna á hinni
bókmenntalegu festingu.
Frá slíkum tímabilum verður allt að tína til„ svo að ekki verði
of eyðileg aldarlýsing. En eftir að stórmennin koma til sögunn-
ar, er elcki sparað að gera þeim góð skil. Francis Bull skrifar í
II. b. nærri 130 bls. um Holberg, í IV. b. 187 bls. um Ibsen og 140
bls. um Björnson, — með öðrum orðurn dávæna bók um hvern
þeirra. Eins fylla þeir Wergeland og Welhaven nærfellt helming
III. bindis. Að vonum fer efnið meir á dreif í síðasta bindinu, því
að framleiðslan í bókmenntunum er þá orðin bæði mikil og marg-
þætt og tíminn hefir ekki enn vinzað það úr, sem mestu máli skipt-
ir, eins og þar sem lengra er um liðið. En samt er hlutfallanna líka
vel gætt í því bindi. Og því aðeins getur bókmenntasaga orðið sann-
ur spegill þess, sem hún á að lýsa, að fróðleikurinn yfirgnæfi ekki
dómgreindina, að hin miklu afrek og afreksmenn hverfi ekki í grúa
meðalmannanna og verka þeirra. Norðmenn hafa á síðustu öld
flestum þjóðum fremur viljað efla ágætismenn sína til höfðingja.
Þeir hafa þolað að sjá tré vaxa úr grasi. Það er ómetið, hversu
mikið af gengi sínu þeir eiga þessum anda að þakka. Hann hefir
líka sett svip sinn á þessa bók. Og það tel eg einn af hinum mörgu
kostum hennar. S. N.
Fredrik Paasche: Landet med de mörke skibene. Oslo 1938. For-
lagt av H. Aschehoug & Co. (W. Nygaard).
Bók þessi er fyrsta bindið af ritverki um sögu Noregs að fornu,
frá upphafi vegr, og fram til ársins 1319, sem höf hyggst að rita.
Er ráðgert, að verkið verði fjögur bindi og á heildarheiti þess að
verða „Dronning Ragnhilds tre“. Er það heiti sótt til frásagnar
Snorra um draum Ragnhildar drottningar, konu Hálfdánar
svarta, er hún þóttist taka þorn einn úr serk sér og halda á, og óx
hann svo, að hann varð að rótföstu tré svo miklu, að henni þóttu
limar þess dreifast um allan Noreg og enn víðara. — Ragnhildur
var móðir Haralds hárfagra, og tréð mikla merkti í draumnum
konungsættina, sem af henni spratt og ríkti í Noregi fram til árs-
ins 1319. Það er saga þeirrar konungsættar og Noregs undir stjórn
hennar, sem höf. ætlar sér aðallega að segja í þessu riti. Fyrsta
bindið er inngangurinn að þeirri sögu, saga Noregs fram að því,
að tré Ragnhildar drottningar fer að vaxa úr moldu. „Land dökku
skipanna" nefnir höf. þetta fyrsta bindi ritsins. Noregur er nefndur
því nafni í írskum ritum frá víkingaöldinni.
Það er enginn hörgull á góðum ritum um sögu Noregs að fornu,
en þó munu þeir, sem þekkja fyrri rit próf. Paasche, ritsnilld hans,