Skírnir - 01.01.1939, Side 188
Skírnir
Ritfregnir
185
ar í sérstökum tilgangi, en eigi af eintómri frásagnargleði eða -þörf.
Aðrir hafa aftur drepið því á dreif, en i raun og veru hefir hvort-
tveggja verið til. T. d. hefir Pinnboga saga bersýnilega verið rituð
gegn Vatnsdælu til að rétta hlut Finnboga ramma. Að því er varð-
ar samband Vatnsdælu og annarra rita kemst EÓS. að þeirri niður-
stöðu, að hón sé eldri en Landnáma Sturlu Þórðarsonar og Kristni-
saga, og mun hið fyrra a. m. k. vafalaust. Skoðanir hans um rit
þau, er höf. Vatnsdælu hefir þekkt, eru og vel rökum studdar. Þó
virðist mér hann i óþarflega miklum vafa um Hallfreðar sögu. Ef
rúm leyfði, mætti benda á ýmislegt, er sýnir, að höf. Vatnsdælu
hefir alls ekki verið ragur við að hvika frá rituðum heimildum, er
hann hafði fyrir sér, ef sagnir eða aðrar ástæður gáfu tilefni til.
Á þann hátt skýrast bezt missagnir þær, sem eru milli Landnámu
og Vatnsdælu, en EÓS. hefii' leitt ótvíræð rök að því, að söguhöf.
hafi þekkt ritaða heimild um landnám, þótt hins vegar megi um
það deila, hve yfirgripsmikil hún hefir verið. Það er og varla lík-
legt, að maður, sem hefst handa um að semja jafnmikið verk og
Vatnsdæla er á næstu grösum við Þingeyrar, hafi ekki þekkt þau
rit, er þar voru til. Það er reyndar ekki víst, að Hallfreðar saga sé
rituð þar, en líklegt er það og varla annað hugsanlegt en hún hafi
verið þar til. Af sömu ástæðum er óliklegt, að söguhöf. hafi ekki
þekkt frásögn Gunnlaugs munks um kristniboð Þorvalds víðförla,
þótt hann víki frá þeirri frásögn eða réttara sagt auki hana. Hitt
má vel vera,-að höf. hafi ekki haft þessi rit við höndina, þegar hann
samdi Vatnsdælu. Annars mun hann hafa notað enn fleiri rit en
EÓS. nefnir. Deilna Kolbeins og Una er getið á þann hátt á 52.
bls., að varla kemur til mála annað en höf. hafi þekkt ritaða heim-
ild um þær, ef til vill Svarfdælu hina fornu, er Sturla Þórðarson
vitnar til í Landnániu sinni. Ég er sammála EÓS. um það, að i 47.
kap. Vatnsdælu sé notaður ritaður söguþáttur, en ætli hann hafi
ekki fremur verið af Þórarni illa eða Hólmgöngu-Starra, heldur en
Æverlingum? íslendingadrápa Hauks Valdisarsonar gæti bent til
þess, einnig það, hvernig þeirra er getið í sögunni, en höf. hefir
varla sótt þangað mikið efni, og fullmikið mun gert úr mismun
á þessum þætti sögunnar og öðrum. Annars torveldir það alla rann-
sókn á sögunni, að ekki er víst nema hún hafi verið endursamin,
og það sé yngri gerðin, sem til er. EÓS. reynir að vísu að afsanna
þá skoðun, en varla verður sagt, að það hafi tekizt, og hann játar,
að endurritari muni hafa „lagað textann í hendi sér heldur í meira
lagi“. En hvað má ganga langt í þá átt án þess að skapa nýja gerð?
Eitt er víst, að munurinn á þeirri gerð Vatnsdælu, sem nú er til
heil, 0g Vatnsdælu-útdrættinum í Þórðarbók er furðanlega mikill
°g meiri en svo, að skýrður verði sem pennaglöp eða ónákvæmni.
Staðfræðin í Vatnsdælu þeirri, sem notuð hefir verið í Þórðarbók,