Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 190
Skírnir
Ritfregnir
187
ur, sem hefði farið að hneykslast á þessum eina stað, en hvergi
annarstaðar, svo að séð verði, og er þó Stb.-Hb. víðast hvar langt-
um fyllri. Þetta er þvi með ólíklegri niðurstöðum, sem hægt var
að finna. Hitt er miklu álitlegri skoðun, að i Mbr. hafi staðið
kafli, hliðstæður A, og sú skoðun fær mikinn stuðning af því, að
í sumum viðaukum Þórðarbókar við A er vitnað til Landnámu, en
það getur ekki verið önnur en Mbr. Um það er varla heldur hægt
að deila, að þessi útdráttur, svo sem hann hefir verið í Mbr., hefir
varla verið eftir skrifara þess, heldur eldri, því að í B eru sams-
konar ritvillur og úrfellingar, sem einmitt einkenna Mbr. og hljóta
að stafa frá eftirritara, en ekki frumritara. I sömu átt bendir at-
hugasemd, er EÓS. gerir á lvij. bls., enda þótt hann hefði ritað
áður þau orð, sem hér eru tilfærð á undan. Hvort útdrátturinn
hefir staðið í frumriti Mb., verður auðvitað erfitt að sanna, en ná-
læg't því má komast. EÓS. getur þess, að í Mb. hafi verið raktar
ættir til Melamanna frá tveimur sögupersónum Vatnsdælu, Þorkeli
kröflu og Mávi á Másstöðum. Hinum þriðja má bæta við : Húnröði
goða. Af þeirri ástæðu er langlíklegast, að höf. Mb. hafi gert út-
dráttinn, þótt fleira kunni að vera hngsanlegt. Ef til vill kunna
menn að segja, að hér sé gert of mikið veður út af lililfjörlegu at-
riði, en á fleira má benda, sem ekki er nægilega skýrt. T. d. þar
sem getið er um „sögu Gunnlaugs" á lxix. bls. Á næstu bls. á und-
an er getið um „Gunnlaugs sögu“. Skyldu ekki einhverjir flaska á
þessu og ætla, að átt sé við sama rit?
Langbezti kafli formálans hygg ég sé það, sem höf. ritar um
Kormáks sögu. Hann hefir tekið stórt skref til réttara skilnings á
þeirri sögu. Færir hann sterk rök fyrir því, að hún sé með elztu
íslendinga sögum, vegna þess hve frásagnarhátturinn er hrjúfur,
mikil og glögg merki um arfsagnir, en lítil um notkun eldri rita,
þótt höf. hljóti að hafa þekkt þau einhver. Fellst hann á það, að
sagan muni rituð á vegum Melmanna í Miðfirði, og þá ætlan hans
er ekki hægt að véfengja, að sagan geti ekki verið af Þingeyra-
skólanum, vegna þess hvernig talað er í henni um Skíðunga, er voru
ættmenn Þorvalds víðförla, og Þórdísi spákonu, enda er bæði stað-
fræði og mannfræði auðsælegú meiri vestur á bóginn en austur. í
sögunni kernur heldur ekki fram siðbótaáhugi sá, er birtist í flest-
um ritum frá Þingeyrum.
Tímatal í íslendinga sögum hefir jafnan valdið miklum erfið-
leikum og heilabrotum. EÓS. hefir sett upp sannsögulegt timatal
fyrir sögur þessa bindis, að svo miklu leyti sem það er hægt, og
verður varla miklu um það bætt, en ef til vill hefði mátt ræða nán-
ar um tímatal það, er í þeim birtist. Af þvi má ýmislegt læra. í
þessum sögum er það víða svo fjarri öllum sanni, að engu tauti
verður við það komið nema í Hallfreðar sögu, þar sem hún styðst