Skírnir - 01.01.1939, Síða 191
188
Ritfregnir
Skírnir
við konunga sögur. — Textaskýringar neðanmáls eru mjög góðar
og rækilegar, þótt finna megi smá agnúa. Það er t. d. fullmikil ná-
kvæmni að telja Hellismanna sögu, er gefin var út á Isafirði 1889
(einnig í Ameríku), meðal heimilda um Hellismenn (á 108. bls.
nm.), því að það er skáldsaga eftir Gisla Konráðsson. — Visna-
skýringar og meðferð vísnatextans bera mjög vitni um hófsemi út-
gefanda. Eru vísurnar þó bæði margar og erfiðar viðfangs, en hann
lætur ekki freistast til þess að hlaða upp einkisverðum tilgátum, er
síðar þarf ærinn tíma til að rýma burtu. í þeim efnum er betra
vangert en ofgert.
Hinn ytri frágangur þessa bindis er allur með sömu prýði og á
hinum fyrri bindum i þessu safni. Myndirnar margar og góðar. Af
meinlegum prentvillum mun fátt vera, nema ef vera skyldi Válafell
á xcjv< bls. Það á að vera Válafall. — Að lokum vil ég geta þess,
að í rauninni er ekki hægti að skrifa um svo mikið verk í stuttum
ritdómi, svo að vel fari. Mönnum hættir oft til að leggja meiri
áherzlu á það, sem miður fer, heldur en hitt* sem vel er gert. Ég
sé nú, að ég mun hafa fallið í þá gröf, en sú er bót í máli, að fáir
munu lesa ritdóminn, er ekki kynna sér ritið sjálft. Dr. Einar Ól.
Sveinsson hefir þegar lagt stórmikið fram til skýringa íslenzkra
fornrita, bæði i þessari útgáfu og annarstaðar. Fyrir það á hann
allra þakkir skildar, og ég vona, að hanri eigi eftir miklu við það
að auka. Jón Jóhannesson.
Corpus codicum Islandicorum medii œvi. XI. Early Icelandic
rímur. MS No. 604 4to of the Arna-Magnæan Collection in the
University Library of Copenhagen. With an Intl’oduction by Sir
William A. Craigie. — Levin & Munksgaard. Ejnar Munksgaai'd.
Copenhagen 1938.
Þetta bindi hinnar miklu ljósprenta-útgáfu Ejnars Munksgaards
er eftirmynd mesta og merkasta handritsins, sem til er af rímum
frá miðöldum. Sú skinnbók er kölluð Staðarhólsbók, af því að Árni
Magnússon fékk hana frá Staðarhóli í Dölum. Inngangur er ritað-
ur af hinum alkunna fræðimanni og rímnavini, prófessor W. A.
Craigie. Gefur hann fyrst glögga lýsing á skinnbókinni, sem mun
rituð laust fyrir miðja 16. öld. Því næst lýsir hann rímnagerð og
segir í aðaldráttum sögu hennar frá því hún hófst (á síðara hluta
14. aldar) til loka miðalda. Síðast ræðir hann gildi rímnanna, eink-
um sem heimilda um efni (sögur eða æfintýri), er stundum finn-
ast aðeins í þeim, en gefur einnig í skyn, að rímurnar séu ekki
með öllu snauðar skáldskapargildis. Inngangurinn er snilldarvel
saminn, og furðumiklu efni komið fyrir i svo stuttu máli, sem
svona inngangur hlýtur að vera. Eg vildi aðeins gera athugasemd
um eitt atriði. Höf. segir, eins og fleiri, sem um rímur hafa ritað,