Skírnir - 01.01.1939, Page 192
Skírnir
Ritfreg'nir
189
að mansöngvarnir séu tíðum meiri skáldskapur en rímurnar sjálf-
ar. Þessu skal sízt neita um þá mansöngva, sem beztir eru. En í
ýmsum rímum eru beztu erindin ekki í mansöngunum, heldur í
sjálfri frásögn rímnanna, enda munu skáldin gjarnan lýsa þar lifs-
reynslu sinni eða heimsþekkingu, þó að þau viki ekki frá þræði
sögunnar né taki útúrdúr til að skýra hana. Hér skulu sýnd tvö
dæmi:
Hesti' er lestr en haukr er dauðr,
hundr er sviptur lífi;
gengur drengr úr garði snauðr,
gott fæ eg sizt af vifi.
Dámustarímur.
Kæran situr kóngs í höll
kynjarjóð og hvít sem mjöll;
augum hvergi unað gat
utan þar sem Grímur sat.
Ulfarsrímur.
Þó að Ijósprentið sé skýrt, reynir meir á augu að lesa það en
skinnbókina sjálfa. B. K. Þ.
Corpus codicum Islandicorum medii ævi. XII. A Book of Mirac-
les. MS No. 645 4to of the Arna Magnæan Collection in the Uni-
versity Library of Copenhagen. With an Introduetion by Anne
Holtsmark. — Ejnar Munksgaard. Copenhagen 1938.
Hér er komið 12. bindið af ljósmyndaútgáfu dr. Munksgaai'ds
af íslenzkum handritum. Handrit þetta er alls 66 blöð, en vantai'
bæði upphaf og niðurlag og auk þess inn í það á nokkurum stöð-
um. I raun réttri eru þetta 2 handrit, sem bundin hafa verið sam-
an í 1 bindi, enda eru bæði handritin svipuð að stærð og áferð og
efni. En hvoi't handritið um sig vantar upphaf og endi, og má því
gera ráð fyrir, að þau hafi verið orðin nokkuð gömul, þegar þau
voru bundin saman. Fremra handritið, codex I, er 42 blöð, en hitt,
codex; II, er 24 blöð.
í AM 645 er fremst Jarteinabók Þorláks biskups, og vantar
framan af henni, eins og fyr segir. Jarteinabókin er á 11 blöðum
°g er prentuð í fyrsta bindi af Biskupa sögum. Þá koma þýð-
ingar af erlendum kirkjuritum: Clemens saga, Petrs saga, Passio
sancti Jacobi, Passio Bartholomæi, Passio sancti Mathæi og Passio
sancti Andreæ, og lýkur hér fyrra handritinu í miðri sögu Andrés-
ar postula. Þá hefst siðara handritið á niðurlagi á Passio Andreæ,
en það er annað rit en fyrra handritið endar á. Þá er Páls saga
postola, og eru allar framangreindar sögur prentaðar í Postola