Skírnir - 01.01.1939, Page 193
190
Ritfregnir
Skírnir
sögum, er Unger gaf út 1874. Þá eru ónefndar 2 sögur, sem Unger
gaf út í Heilagra manna sögum (1877): Niðrstigningar saga og
Martinus saga, og endar handritið í henni miðri.
Auk þess sem handritið hefir þannig verið gefið út í þrennu
lagi, hefir komið út stafrétt útgáfa af fremra handritinu, gefið út
í Lundi 1885 af Ludvig Larsson: Islándska handskriften No 645
4°. I. Handskriftens áldre del.
Bæði eru handritin mjög fornleg og vafalaust með elztu hand-
ritum íslenzkum. Guðbrandur Vigfússon segir svo í formála Bisk-
upa sagna (hann vissi ekki, að hér er um 2 handrit að ræða) :
,,--------Svo gömul er höndin á 645, að væri ekki jarteinir Þor-
láks þar á, mundu menn ætla þá bók vera frá 12. öld, en sökum
þessa þá getur hún ekki eldri verið en 13. marz 1200, því þann
dag varð síðasta jarteinin, sem í bókinni er sögð, en vér ætlum
og, að bókin sé það ár rituð“.
Þeir, sem síðan hafa rannsakað þetta mál, vilja ekki á það fall-
ast, að handritið sé svona gamalt. Ludvig Larsson taldi eldra hlut-
ann frá 1225—1250, en Spehr, sem ritað hefir bók um fyrstu let-
urgerð hér á landi (Der Ursprung der islándischen S'chrift), telur
þetta handrit ekki mikið eldra en frá 1225, en seinna hlutann nokk-
uru yngra. Útgefandi ljósmyndaútgáfunnar, Anne Holtsmark,
kemst að svipaðri niðurstöðu.
Af efni AM 645 eru jarteinir Þorláks biskups langmei'kastar, en
hitt eru allt þýðingar úr latínu. Þorlákur biskup dó 23. des. 1193,
og fóru brátt að ganga frásagnir af kraftaverkum hans og jartein-
um. Þóttust þá margir skilja, að hann væri sannheilagur maður;
var um það rætt á þingi 1198, fyrir forgöngu biskupanna, Brands
og Páls, og voru þá leyfð áheit á Þorlák biskup. 20. júlí sama
sumar var upp tekinn heilagur dómur Þorláks biskups, og var sá
dagur löngu síðar (1237) lögtekinn sem messudagur, Þorláks messa
á sumai', en hefir auðvitað verið haldinn heilagur frá upphafi, að
minnsta kosti í Skálholti. A þinginu 1199 var lýst helgi Þorláks
biskups og lögtekin Þorláksmessa á vetur. Á þessu sama alþingi
lét Páll biskup lesa að bæn manna jarteinir hins sæla Þorláks bisk-
ups, „þær er hér eru skrifaðar á þessi bók“, segir í handritinu,
enda er greint frá ekki færri en 75 jarteinum, sem urðu frá þing-
byrjun 1198 til þings 1199.
Guðbrandur Vigfússon hugði, eins og fyr segir, að handrit þetta
væri sama bókin, sem Páll biskup lét lesa, og hefði síðan verið bætt
við nokkrum jarteinum, sem gerðust á næstu misserum. En Anne
Holtsmark leiðir rök að því, að handritið sé ekki frumrit, en það
muni ritað eftir jai'teinabókinni í Skálholti, eins og hún var laust
eftir 1200.
Fyrsta kverið byrjar í miðri jartein, en sú jai'tein er hin 5. í