Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 195
192
Ritfregnir
Skírnir
hefir þýðandinn þó, góðu heilli, rígbundið sig við skýringar Ger-
ings eins, heldur á ýmsum stöðum fylgt tilgátum og túlkunum ann-
ara Eddu-fræðinga, þar sem honum þótti athuganir þeirra skarp-
legri og sannfróðari.
Dr. Hollander hefir gert sér þá reglu, að nota í þýðingu sinni
orð af germönskum uppruna, hvar sem þeim verður við komið;
fetar hann þar í fótspor ýmsra fyrirrennara sinna, einkum þeirra
Eiríks Magnússonar og William Morris. Þessi þýðingaraðferð hefir
óneitanlega nokkuð til síns ágætis, sé ekki of langt farið í þá átt,
að fyrna málið; en á því skerinu flöskuðu þeir Eiríkur og Morris,
og því eru hinar merku þýðingar þeirra lítt við hæfi enskumælandi
almennings, án þess að lítið sé gert úr þeim að öðru leyti.
Prófessor Hollander hefir eigi heldur siglt hjá því skerinu; hann
fyrnir oft máiið úr hófi fram, notar bæði sjaldgæf orð og önnur,
sem löngu eru úrelt; gerir það þýðinguna vitanlega drjúgum óað-
gengilegri öllum almenningi, enda mun hún sérstaklega ætluð náms-
fólki og lærdómsmönnum.
Þá hefir dr. Hollander einnig bundið sér erfiðan bagga með því
að þræða sem nákvæmast stuðla- og höfuðstafaskipun islenzks
skáldskapar; fer oft vel á því, en þunglamaleg verður þýðingin þó
æði víða fyrir þá fastheldni við bragreglui' frumkvæðanna, og
mundi hún ekki hafa tapað á því, þó að þýðandi hefði slakað þai'
ögn til á klónni.
Annars er marg't vel um Eddu-þýðingu dr. Hollanders. Hann held-
ur yfirleitt mjög trúlega hugsun frumkvæðanna, þó að margt sé
þar auðvitað, sem fræðimenn greinir á um, hvernig skilja beri. Og
þó að þýðingu hans skorti alloft lipurð og mýkt í máli, hefir þýð-
anda að hreint ekki litlu leyti tekizt að ná stílþrótti og blæ hinna
fornu kvæða. Benda mætti á margar vísur, t. d. í „Hávamálum",
þar sem saman fara nákvæmni og liðleiki í máli.
Dr. Hollander hefir einnig ritað fróðlegan inngang að þýðing-
unni og stuttan formála að hverju kvæði fyrir sig; er mikið á öll-
um þeim inngangsköflum að græða, enda eru þeir bráðnauðsynleg-
ir hinum erlendu lesendum til leiðbeiningar, nema hinum fáu, sem
sökkt hafa sér niður í fræði þessi. Sama máli gegnir um hinar gagn-
orðu neðanmálsskýringar þýðanda.
Þegar á allt er litið er Eddu-þýðing dr. Hollandei' því sæmandi
hinu ódauðlega frumriti og sjálfum honum vegsauki. En á hitt
þarf vart að benda, hversu vandasamt og stórfellt fræðiafrek hann
færðist í fang með slíkri þýðingu.
Ekki hefir prófessor Hollander þó látið hér við lenda. Fyrir
stuttu síðan kom út eftir hann heilt þýðingasafn af norrænum
kvæðum: Old Norse Poems (1936). Hefir það inni að halda höfuð-
fornkvæðin norrænu, að frátöldum Eddukvæðum og skáldakvæð-