Skírnir - 01.01.1939, Side 197
194
Ritfregnir
Skírnir
gull þeirra grjót, eða að minnsta kosti eir í meðferðinni. Loks má
geta þess, að í ofannefndu tímariti rétt nýlega, í febrúarhefti þessa
árs, hefir dr. Hollander birt þýðingu á ,,Arinbjarnarkviðu“ Egils,
ásamt inngangi og athugasemdum; en fremur sýnist mér þýðanda
bregðast þar bogalistin, þó að ýmislegt.sé vel um þetta verk hans.
Af því, sem að ofan er talið, þótt eigi sé fleira nefnt, er auð-
sætt, að dr. Hollander hefir unnið merkileg störf i þágu fræða vorra
vestan hafsins. Skuldum vér honum miklar þakkir fyrir þá iðju
hans, og færi vel á því, að Islendingar sýndu honum einhvern sóma
fyrir fræðimannlega starfsemi hans, sem fært hefir út landareign
bókmennta vorra og aukið á hróður vorn.
Richard Beck.
Carl O. Williams: Thraldom in Ancient Iceland. The University
of Chicago Press, Chicago, Illinois, 1937.
Bók þessi er doktorsritgerð við háslcólann í Chicago, og stendur
prentsmiðja hans að útgáfunni (University of Chigaco Press). Tek-
ur dr. Williams það fram í formála sínum, að hann hafi leitazt við
að færa frásögn sína í sem alþýðlegastan búning, því að bókin sé
eigi ætluð fræðimönnum einum, heldur hverjum þeim, sem áhuga
hefir fyrir rannsóknarefni höfundar. En nú er það eigi öllum hent
að þræða hinn gullna meðalveg staðgóðrar vísindamennsku og al-
þýðleika í framsetningu, enda eru nokkur brögð að því, að höf-
undi hafi eigi tekizt það í þessu riti sínu. Hann fer æði lausum
höndum um efnið og er sumstaðar alltyrfinn í máli.
Óneitanlega hefir hann þó dregið föngin allvíða að, og er rit
hans því um margt hið fróðlegasta, bæði hvað snertir þrælahald
á Islandi til forna og annarstaðar á Norðurlöndum. Ritaskráin ber
það með mér, að hann hefir notfært sér næsta dyggilega frumheim-
ildir viðfangsefnis síns: Eddukvæðin, íslenzkar fornsögur og hinar
fornu lagabækur íslenzkar. Einnig hefir hann gengið víða á rek-
ana að því er við kemur ritum þeim, sem samin hafa verið um rann-
sóknarefni hans á ýmsum málum. Ekki er þar þó talið ýmislegt
merkilegt, sem íslenzkir fræðimenn (prófessor Arni Pálsson, dr.
Guðbrandur Jónsson og dr. Þorkell Jóhannesson) hafa ritað um
skylt efni á siðari árum, kjör verkafólks á íslandi í fornöld, og
hefði höfundur þó vafalaust grætt á þvi, að kynna sér rit þeirra og'
ritgerðir um þetta efni.
Dr. Williams gerir viðfangsefninu allítarleg skil. Hann segir frá
uppruna þrælahalds, hvaðan og hvernig þeir voru fengnir, verði
þeirra, tölu og nöfnum. Þá ræðir hann um störf þrælanna, með-
ferð á þeim og' lýsir ennfremur útliti þeirra, andlegu atgervi og af-
stöðu eigendanna til þeirra. Höfundi verður þó að vonurn tíðrædd-
ast um ,,réttindi“ þrælanna og lög þau, er vörðuðu þá (t. d. „skuld-