Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 198
Skírnir
Ritfreg'nir
195
armern"), um lausn þeirra (,,leysingja“) og um endalok þræla-
halds á íslandi.
Þar sem um jafn margþætt efni er að ræða, gefur að skilja, að
ýmsar ályktanir höfundar muni sæta tvímælum. Niðurstöður hans
virðast þó í heild sinni byggðar á harla traustum grunni, en galli
er það á fræðimannlegu riti, að öðru hvoru bregður fyrir almenn-
um athugunum, sem litið koma við efninu.
Bókin er yfirleitt læsileg, að undanteknum einstöku málsgrein-
um, sem eru óþarflega íburðarmiklar og flóknar að orðalagi.
Að öllu samanlögðu er talsverður gróði að riti þessu. Það er hið
vandaðasta og snyrtilegasta að ytra frágangi. Og ánægjulegt er að
minnast þess, að áhugi amerískra lærdómsmanna á fræðum vorum
fer sýnilega vaxandi. Richard Beck.
Thor J. Beck: Northern Antiquities in French Learning and Li-
terature (1755—1855). A study in Preromantic Ideas. Vol. II: The
Odin Legend and the Oriental Fascination. Publications of The In-
stitute of French Studies, Columbia University, New York, 1935.
í þessu riti sínu heldur dr. Thor J. Beck áfram rannsóknum sín-
um um norræn áhrif í frönskum bókmenntum og fræðiritum á for-
rómantíska og rómantíska timabilinu (1755—1855).
í fyrsta bindi ritsafnsins, The “Vagvna Gentium” and the Liberty
Legend, tók hann til ítarlegrar athugunar þá víðförlu hugmynd, að
Skandinavía væri „vagga þjóðanna“ (nursery of nations) og rakti
uppruna þeirrar kenningar allar götur til Jordanes sagnaritara. A
sama hátt grandskoðaði dr. Beck og rakti til uppruna síns aðrar
hugmyndir (eða öllu hledur kynjakenningar) viðvíkjandi Norður-
löndum og Norðurlandabúum, sem óðu uppi í frönskum bókmennt-
um á umræddu tímabili.
í því bindi, sem hér er sérstaklega gert að umtalsefni, tekur
höfundur til alhliða athugunar þá skoðun, sem um eitt skeið var
mjög á baugi, að Óðinn hefði upprunalega verið austrænn þjóð-
höfðingi, sem leiddi herskara sína úr Litlu-Asíu til Norðurlanda.
Erfikenning þessi er síð-klassisk (semiclassic) að ætt; Snorri S'turlu-
son fjölyrðir um hana bæði í inngangi sínum að Heimskringlu og
einnig, á nokkuð annan veg, í formálanum að Snorra-Eddu. Frá
þessum ritum, í þýðingum og skýringaritum, breiddist kenning
þessi síðan út um Norðurálfu og kemur hvað eftir annað fram i
for-rómantískum bókmenntum frakkneskum, eins og dr. Beck
bendir á.
P. H. Mallet kemur hér mjög við sögu, eigi síður en í fyrsta
bindi ritsafnsins, því að í hinum frægu ritum sínum Introduction
d l’Historie de Dannemarc og Monuments de la Mythologie et de la
Poésie des anciens Scandinaves ræddi hann frá ýmsum hliðum frá-
13*