Skírnir - 01.01.1939, Page 199
196
Ritfreg'nir
Skírnir
sögnina um austrænan uppruna Óðins, gaf henni byr undir vængi
og hafði mikil áhrif á franska höfunda, sem um það efni rituðu.
Hversu mikilvæg rit Mallets voru í þessu sambandi, sést ljósast á
því, að heilir kaflar í þessari bók dr. Becks fjalla um skoðanir Mall-
ets á uppruna Óðins og Ásatrúarinnar. Og verður eigi annað séð
en að Mallet sé að öllu leyti verðugur þess, að honum sé slikur
gaumur gefinn, því að hann var brautryðjandi í samanburðar-goða-
fræði og trúfræði. Voru áhrif hans einnig hin viðtækustu, því að
margir fylgdu honum í spor, vitandi eða óvitandi, í kenningunum
um austrænan uppruna norrænna trúarbragða og fornfræða.
Ekki sætir það heldur neinni furðu, þó að kenningin um aust-
ræna ættfærslu Óðins, og aðrar kenningar henni skyldar, féllu í
frjósama jörð í Frakklandi á for-rómantíska og rómantíska tima-
bilinu, þegar í minni er borið, að fræðimenn þeirrar aldar (sér-
staklega málfræðingarnir og heimspekingarnir) sneru einkum hug
sínum til Austurlanda um skýringar á mannfræðilegum, trúfræði-
legum og málfræðilegum grundvallaratriðum. „Ex oriente lux“ var
leiðarstjarna fjölmargra lærdómsmanna á þeim sviðum víða um
lönd á þeirri tíð. Táknrænar túlkanir Finns prófessors Magnússon-
ar á Eddukvæðunum og norrænni goðafræði eru sprottnar upp úr
þeim jarðvegi. (Smbr. rit dr. Becks bls. 60, 151—153 og víðar).
Þegar alls er gætt, kveður samt drjúgum meira að því en vænta
mátti, hversu kenningarnar um austrænan uppruna Óðins, og aðr-
ar af sama toga spunnar, urðu útbreiddai' í frönskum bókmennt-
um. Meginhluti rits dr. Becks (bls. 110—291) fjallar um verk fjöl-
margra höfunda, eftir tið Mallets, sem að einhverju leyti og fró
ýmsum sjónarmiðum ræddu um uppruna Óðins og skyld efni í rit-
um sínum. í þeim hópi voru skáld, heimspekingar, sagnfræðingar
og málfræðingar, og gefur sú upptalning nokkra hugmynd um fjöl-
breytni ritsmíðanna um þessi efni.
Vart þarf að taka það fram, að fjölmörg rita þessara, þó að fróð-
leg væru og merkileg á sinni tíð, eru nú að mestu eða öllu leyti
bókmenntalegir forngripir (curiosa), enda þótt sumar þær gátur,
sem höfundar þeirrar aldar leituðust við að ráða, séu enn óráðnar
og sumar skoðanir þeirra standi enn í fullu gildi. En þó að skeflt
sé fyrir löngu síðan yfir flesta þessa höfunda og rit þeirra um um-
rædd efni séu fallin í fyrnsku, eru þau athyglisverður kafli í menn-
ingarsögu vestrænna þjóða.
Þetta bindi ritsafnsins ber órækt vitni fágætum lærdómi og at-
orku höfundarins í rannsóknum. Hundruð tilvatnana hans og skýr-
inga, og hinar ítarlegu ritaskrár, eru vottur þess, hve víðtækt verk
hans er og hve nókvæmlega hér er í sakirnar farið. Mikill og marg-
háttaður fróðleikur er hér dreginn saman, og í því er fólgið aðal-
gildi þessarar viðamiklu rannsóknar. Höfundurinn hefir gert sér