Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 200
Skírnir
Ritfregnir
197
miklu meira far um að safna saman fróðleik, en að túlka niður-
stöður sinar. Þá ber að harma það, að um þetta fróðlega og fjöl-
þætta efni er hvergi nærri farið eins fimum höndum og æskilegt
væri; stíll höfundar er þungui' í vöfunum og flókinn; þar skortir
bæði á fjör og skýrleik í framsetningu.
En þó að sitthvað megi setja út á þetta verk dr. Becks og mað-
ur sé honum ekki allt af sammála, þá á hann miklar þakkir skilið
fyrir jafn stórfróðlega rannsókn. Rit hans á eigi aðeins erindi til
sérfræðinga í bókmenntum Norðurlanda að fornu og nýju, heldur
einnig' til fræðimanna í samanburðar-bókmenntum, málfræði og
sögu ti'úarbragðanna. Richard Beck.
Four Icelandic Sagas. Translated with an Introduction and No-
tes by Gwyn Jones. American Scandinavian Foundation, New York
(Princeton University Press), 1935.
Sögurnar fjórar, sem hér eru þýddar á ensku, eru Hrafnkels
saga. Freysgoða, Þorsteins saga hvíta, Vápnfirðinga saga og Kjal-
nesinga saga. Tvær þeirra, Þorsteins saga og Kjalnesinga saga, hafa
eigi áður verið þýddar á enska tungu. Hrafnkels saga hefir hins
vegar tvisvar verið þýdd á það mál (The Story of Hrafnkell, Frey’s
Priest i Summer Travelling in Iceland by John Coles, London, 1882,
og í þýðingu þeirra Vigfússon og Powell í Origincs Islandicæ, II,
Oxford, 1905), en báðar eru þær þýðingar nærri ófáanlegar. Sama
máli gegnir um ensku þýðingarnar tvær af Vápnfirðinga sögu (The
Tale of the Weaponfirthers. Englished by Robert Proctor, Edin-
burgh, 1902, og Tlie Saga of the Wapenfirthers. By Robert L. Brem-
ner, Glasgow, 1917—18). Var það því hreint ekki að bera í bakka-
fullan lækinn, að þýða nefndar sögur að nýju til. Auk þess hafa
þær allar nokkuð til síns ágætis. Þrjár hinar fyrst töldu eru ættar-
sögur úr Austfirðingafjórðungi, merkilegar bæði frá menningar-
legu sjónarmiði og bókmenntalegu, sérstaklega Hrafnkels saga, sem
er að allra dómi, þeirra er skil kunna á þeim hlutum, hið mesta
snilldarverk. Fjórða sagan — Kjalnesinga saga — er af allt öðru
sauðahúsi, „lygisaga", en hressilega sögð skemmtisaga.
Þýðandinn tekur það fram í formála sínum, að hann hafi viljað
forðast á aðra hönd of hversdagslegt og of ógermanskt orðalag, og
á hinn bóginn hið skrúfaða og fyrnda málfar, sem ýmsir enskir
þýðendui' af sögum vorum hafa, illu heilli, gert sig seka um. Er
hann þar á réttri leið, og þýðing hans í heild sinni mjög góð, lipur
og yfirleitt ensk vel, og svipar ósjaldan til frumritanna um sund-
urgerðarleysi og stílþrótt. Þó hefir þýðanda ekki allskostar tekizt
að stýra fram hjá því skerinu, sem margir fyi'irrennarar hans hafa
strandað á — hinu óþarflega fyrnda orðalagi. Orð eins og „sack-
less“ (saklaus), ,,fare“ (fara) og ,,garth“ (bær) sverja sig i þá