Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 201
198
Ritfregnir
Skírnir
ætt, og hefðu samsvarandi nútíðarorðin ensku verið þar stórum
heppilegri og skiljanlegri lesendum. Orðaröð og setningaskipun eru
einnig stundum óenskari heldur en þörf gerist, og sumstaðar er
málsmekk þýðanda ábótavant.
Nókvæm má þýðingin teljast, en er samt ekki algerlega laus við
skekkjur; fæstar eru þær þó mikilvægar, en eigi að síður nokkur
ljóður á jafn vönduðu verki. Hitt er þó stórum lakara, að þýðandi
hefir fylgt þeirri aðferð, með fáum undantekningum, að þýða ís-
lenzk staðanöfn á ensku, og er það að vísu eigi nein nýlunda. En
eg er alveg sammála Halldóri prófessor Hermannssyni (sbr. ritdóm
hans um þýðingar þessar, The American-Scandinavian Review, marz,
1936) um það, að sú þýðingaraðferð sé mjög varhugaverð, því að
bæði missir sagan við það mikið af sínum sérstaka blæ, svipur um-
hverfisins hverfur, og jafnframt verða staðanöfnin algerlega
óþekkjanleg þeim, sem kunna að vilja grennslast eftir þeim á
landabréfi. Sum staða- og mannanöfnin hefir þýðandi líka misskil-
ið, þó að ekki séu þess mörg dæmi.
Inngangsritgerð hans er bæði hin ítarlegasta (36 bls.) og ágæt-
asta, einkum kaflinn um vígaferli í sögunum, en höfundur hefir áð-
ur ritað allmikið um „hólmgöngu" fornmanna. Skýringar hans eru
einnig vel samdar og hinai' notadrýgstu. Ritaskrá hans er að visu
samin með almenna lesendur í huga, en hefði þó gjarnan mátt vera
fyllri, t. d. var öll ástæða til að nefna þar ensku þýðinguna af hinu
gagnmerka riti prófessors Knuts Liestöls um Islendingasögur (The
Origin of the Icelandic Family Sagas, Cambridge, Massachusetts,
1930).
Þegar á allt er litið er þýðingin, þrátt fyrir ofantaldar smá-
aðfinnslur, hið merkasta og þakkarverðasta rit, og sómir sér vel
á bekk með mörgum ágætisritum, sem Amei'íku-Norðurlanda stofn-
unin (American Scandinavian Foundation) hefir gefið út, en i þeim
hóp eru Eddurnar báðar og Völsunga- saga, og af nýrri ritum vor-
um tvö af leiki'itum Jóhanns Sigui'jónssonar, Fjalla-Eyvindur og
Bóndinn á Hrauni. Richard Beck.
The history of Scandinavian literatures, by Giovanni Bach. New
York 1938. 407 bls. (Dial Press. Inc.)
Þessi bókmenntasaga Norðurlanda á ensku er kennd við dr.
Bach, en höfundar eru ýmsir aðrir, þar á meðal landi vor próf.
Richard Beck við háskólann í Norður-Dakota, er samið hefir kafl
ann um íslenzkar bókmenntir (bls. 233—287) og um finnskar bók-
menntir (bls. 291—310). Kaflinn um íslenzkar bókmenntir nær
yfir allt timabilið, frá byrjun og fram til vorra daga, og fylgii' hon-
um viðbót um bókmenntir í Ameríku (7 bls.), og þó að þessi kafli
sé ekki langur, er hann nauðsynleg viðbót við íslenzka bókmennta-