Skírnir - 01.01.1939, Page 202
Skírnir
Ritfregnir
199
sögu. í slíku riti verður að stikla á stóru steinunum og hefir próf.
Richard Beck tekizt það. Honum er það að þakka, að kaflinn um
isl. bókmenntir fékk miklu meira svigrúm (rúml. sjötta hluta bók-
arinnar, er fjallar um bókmenntir Norðmanna, Svía, Dana, fslend-
inga og Finna) en annars hefði orðið, ef erlendur maður hefði um
vélað. Aftan til i ritinu er íslenzk bókaskrá og getið ýmissa rita
um íslenzkar bókmenntir að fornu og nýju (bls. 368—374), á svip-
aðan hátt og um bókmenntir hinna Norðurlandaþjóðanna.
A. J.
Hans Kuhn: Westgermanisches in der an. Verkunst nefnist rit-
gerð i timaritinu Beitráge zur Geschichte der deutschen Sprache
und Literatur, 63. bindi, bls. 178—236 (1939). Höf. er prófessor
í norrænum fræðum í Leipzig og er góðkunnur af ýmsum ritgerð-
um um germönsk og norræn efni, einkum um fornskáldin („das
Fullwort um — of“ o. fl.). Hann talar og ritar íslenzku og er því
manna færastur til að fást við bragfræðileg efni. Bragfræði Ger-
mana er nær eingöngu kunn af forngermönskum kvæðum frá 8. og
einkum 9. og 10. öld, þvi að það, sem eldra er, er lítilsvirði, ef um
bragfræðilegar skýringar er að ræða, og á ég þar einkum við ýms-
ar frumnorrænar (eða frumgei'manskar) rúnai'istur, sem virðast
vera sumar í bundnu máli. Frumgermanska bragfræði verður því
að búa til með samanburði forgermanskra kvæða, einkum í íslenzku
(og norsku),'fornháþýzku og engilsaxnesku. Höf. þessarar ritgerð-
ar reynir að sýna fram á vesturgermönsk (fornháþýzk og engil-
saxnesk) áhrif á forníslenzka braglist og rannsakar í því augnamiði
m. a. þríkvæð orð með stuttri stofnsamstöfu og stuttri miðsam-
stöfu o w x, eins og svaraða) og þríkvæð orð með stuttri stofn-
samstöfu og langri miðsamstöfu (o — x, eins og vitandi) í forn-
germönsku málunum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að greini-
legt bragfræðisamband sé milli engilsaxneskra þjóðkvæða og skálda-
kvæða, og sömuleiðis milli fornþýzkra kvæða og hetjukvæða þeirra
í Eddu, er fjalla um suðurgermanskar sagnir, og hinna svo-
nefndu þriggja lofkvæða (Haraldskvæði, Eii'íksmál og Hákonar-
mál). Finnur hann einkum ýmsar bragfræðilegar samsvaranir í
Bjólfskviðu og i fornskáldakvæðum dróttkveðnum og undir kviðu-
hætti og hyggur á sameiginlegan (bragfræðilegan) grundvöll. Á
svipaðan hátt skýrir hann samræmið milli þýzkra kvæða og áður-
nefndra Eddukvæða á þann hátt, að bragfræðileg áhrif hafi borizt
til Norðurlanda samtímis með þýzkum sögnum og Ijóðum. Er margt
vel athugað í ritgerð þessari, en um grundvallaratriðin hygg ég, að
deila megi. Á frumgermönskum tíma hefir bæði stuðlasetning verið
notuð og tvær áherzlur í ljóðlinu (zweitaktigkeit), en líti maður á
málið sjálft, fi'umgermönskuna, eins og hún hefir verið, er auð-