Skírnir - 01.01.1939, Síða 203
200
Ritfregnir
Skírnir
sætt, að engir forníslenzkir braghættir, eins og fornyrðislag, niála-
háttur og kviðuháttur hafa verið til á þeim tíma, heldur hafa skap-
azt eftir hljóðbreytingarnar miklu (synkope), er urðu kringum
700 e. Kr. og eftir þann tíma. Þessir hættir héldu allir fornger-
mönsku einkennunum um stuðlasetning og ,,zweitaktigkeit“, en urðu
til við samdrátt og úrfelling atkvæða og voru lengi að skapast. A
elztu tímum (9. öld og þar á eftir) eru braghættir þessir óreglu-
legir, en fá fastara form eftir því sem tímar líða. Er því eðlilegast
að álita, að málsþörfin ein og málvenja hafi skapað þá og gefið
þeim sitt endanlega form og að svipað hafi farið um fornþýzka og
engilsaxneska braghætti. Fornþýzk og engilsaxnesk málþróun (hins
mælta máls) skóp sína eigin braghætti, en allir eiga þeir sína ger-
mönsku frumdrætti eins og á Norðurlöndum. Bragfræðilegra áhrifa
gætir einkum í þýðingum úr einu máli til annars, en miklu síðui',
ef um frumort kvæði er að ræða, jafnvel þótt yrkisefni sé
svipuð eða þótt þau sé sótt til annara landa. Enn ber þess
að geta, að tvö forngermönsk mál geta t. d. haft sumt sameigin-
legt, er þriðja málið hefir aðeins af skornum skammti, eins og t. d.
notkun hluttaksorðs nútíðar, og allt verður þetta breytingum undir-
orpið á ýmsum tímum, án þess að um áhrif frá einu máli til annars
þurfi að vera að ræða. Eitt góðskáld tekur t. d. upp á því að nota
oft hluttaksorð nútiðar og önnur skáld feta í fótspor hans og stæla
um skeið brageinkenni hans o. s. frv. Mál þetta er yfirleitt mjög
flókið og erfitt að fullyrða neitt án þess að itarleg rannsókn fari
fram á öllum þeim atriðum, er til greina koma. En höf. þessarar
ritgerðar er manna líklegastur til þess, með áframhaldandi rann-
sóknum, að varpa nýju ljósi á ýmis vandamál germanskrar brag-
fræði.
Eftir sama höfund hafa nýlega birzt tvær ritgerðir í safnriti því,
er nefnist Gertnanische Altertumskunde, herausgeg. von Hermann
Schneider. Munchen 1938. Eru ritgerðir Kuhns um „Kriegswesen
und Seefahrt (bls. 98—122) og „Sitte und Sittlichkeit“ (bls. 171-—
221). Báðar þessar ritgerðir eru prýðilega samdar og veita glöggt
yfirlit yfir þau efni, er þær fjalla um. A. J.
Heinrich Matthias Heinrichs: Stilbedeutung des Adjektivs im
eddischen Heldenlied (= Bonner Beitrage zur Deutschen Philolo-
g'ie, Heft 4). Konrad Triltsch Vei'lag Wúrzburg-Aumiihle 1938,
126 bls.
Höf. hefir rannsakað mjög ítarlega lýsingarorð í Eddukvæðum,
fyrst og fremst hve oft lýsingarorð koma fyrir í hverju kvæði fyrir
sig og ber þar að greina á milli einfaldra lýsingarorða og sam-
settra. Lýsingarorðin eru, segir höf., eins og gimsteinar, er skreyta
hinar skáldlegu myndir, og gefa kvæðunum lit og ljóma. Því næst