Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 205
202
Ritfregnir
Skírnir
komizt að ákveðnum niðurstöðum í stórum dráttum, en hinn verð-
ur ekki neitað, að fara verður varlega í þessum efnum, því að ein-
um höf. er ef til vill ljúft að nota lýsingarorð, skrautorð o. s. frv.
í rikulegum mæli, en öðrum ekki, þó að báðir hafi sömu lífsskoð-
un. Veldur þessu stundum tízka, stundum séreðli höfunda. Sumar
fullyrðingar höf. finnast mér full-óvarlegar, eins og t. d. að í eldri
kvæðunum beri einkum á samsettum lýsingarorðum með nafnorð
í fyrra hluta, en getur ekki um svonefndar bahuvrihi-samsetningar
(eins og blárendr, fagreygr — ég nefni þessi orð af handahófi),
sem eru algengar í indógennönskum málum og hafa því verið not-
aðar í elzta skáldskap Germana. Eins dregur það allmjög úr álykt-
unum höfundar, ef einkenni síðara tímabilsins (yngri kvæðanna)
sjást að marki i kvæðum fyrra timabilsins (eldri kvæðanna), eins
og kemur fram í töflu-útreikningum hans (sýnt í %). Ef Eddu-
kvæðin eru borin saman við Ijóðagerð Islendinga á 19. og 20. öld,
sjást ýmis sömu einkennin í notkun lýsingarorða. Á 19. öldinni úir
og grúir af skrautorðum (epitheta ornantia) í kvæðum Jónasar
Hallgrímssonar og margra skálda á eftir honum og eru þetta án
vafa rómantísk áhrif, af erlendum uppruna. Á síðustu árum ber
einkum á sálarlifslýsingum í íslenzkri ljóðlist (,,gi'átskáldin“ kring-
um 1920), og má segja, að ný viðhorf hafi tekið við, heimsstyrjöld-
in með öllum sínum afleiðingum, en ef til vill hafa íslenzk skáld
orðið þreytt á eilífum náttúrulýsingum og lofkvæðum um fegurð
íslands, og snúið sér því að nýjum viðfangsefnum, að sálarlífslýs-
ingunum. Samskonar breytingar hafa orðið i fornöld. Skáldin urðu
þreytt á orustulýsingum og lofkvæðum og tóku þvi upp ný viðfangs-
efni og ortu um sálarlíf manna, Kristnin hefir vafalaust átt sinn
þátt í þessu, en kvæði skáldanna eru ofin saman af mörgum þátt-
um, eins og lífið sjálft. Mér virðist höf. þessarar bókar sé óvenju
víðsýnn í skoðunum, þó að hann hafi dregið stundum hæpnar álykt-
anir af þvi, sem niðurstöður hans óneitanlega gáfu tilefni til.
A. J.
Jan Spoelstra: De vogelvrijen in de ijslandse Ietterkunde. Haar-
lem (H. D. Tjeenk Willink & zoon n. V.) 1938. 207 bls.
Þetta er doktorsritgerð (um útilegumenn í íslenzkum bókmennt-
um) við háskólann í Utrecht og samin undir leiðsögn próf. v. Ha-
mels, ein af mörgum doktorsritgerðum við þenna háskóla, er fjall-
ar um íslenzk efni. Höfundurinn var einn í hópi þeirra hollenzkra
stúdenta, er komu til íslands 1932 og 1933, og samdi þessa ritgerð
á eftir. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um þessi efni (þar á meðal
Paula Sluijter í doktorsritgerð sinni um þjóðtrú íslendinga 1936,
Helga Reuschel: Untersuchungen iiber Stoff und S'til der Forn-
aldarsaga 1933, og H. Dehmer: Primitives Erzáhlungsgut in den
íslendingaspgur 1927), en i þessu riti er dregið saman í eina heild