Skírnir - 01.01.1939, Page 207
204
Ritfregnir
Skírnir
rannsókn mikils virði. Eins og kunnugt er (sbr. einkum ritgerðir
eftir Akerblom í Arkiv f. nord. Filol. 33, 293 nn. og Neckel í
Zeitschr. f. deutsches altertum 51, 156 nn. auk setningafræði Ny-
gaards: Norrön Syntax og rits Heuslers: Altisl. Elementai'buch),
er allalgengt í sögunum, að notuð er nútíð um liðna atburði. Rekur
höf. þessai'ar bókar eðli þessarar notkunar („das szenische Prá-
sens“, er lýsir atburðum, eins og ef þeir gerðust á leiksviði fyrir
augum manna, sbr. t. d. Njáll er úti um kveldit ok
kona hans —, og „das transitorische Prasens", er myndar
nokkurs konar millilið milli atburða, eins og t. d. 1 í ð r n ú á
sumarit ok til alþingis —) og sýnir fram á, hversu oft
þessi notkun kemur fyrir í íslendingasögum. Sögurnar nota venju-
lega þátíð, en af nútíðarmyndum, sem samtals eru nál. 5%, er að-
eins lítill hluti, sem nefna má præsens historicum. Niðurstaða rann-
sóknar hans er sú, að nútíðarmyndun (præsens historicum) í stað
þátíðar komi fyrir eins og hér segir:
Heiðarvíga saga ............ 55%
Gísla saga ................. 54%
Laxdæla .................... 27%
Vápnfirðinga saga .......... 26%
Þorsteins saga hvíta........ 15%
Njála ...................... 14%
Grettis saga ................ 9%
Gunnlaugs saga .............. 5%
Dregur hann af þessu þá ályktun, að því yngri sem sagan er,
því sjaldnar lcomi fyrir præsens historicum, og kemur þetta að
rniklu leyti heim við skoðanir fræðimanna á aldri sagnanna. Hygg-
ur hann, að í daglegu tali og í alþýðufrásögn hafi upprunalega
verið algengt að nota præsens historicum, en því lengur sem leið
frá viðburðum til ritunar einnar sögu, hvort sem um munnlega
arfsögn eða heimildarrit var að ræða, því óalgengari hafi þessi
notkun orðið og meira borið á stileinkennum höfunda sagnanna.
Samskonar rannsókn í þýzku hefir gert kennari höfundar, H. Hem-
pel prófessor, og ber þar að sama brunni um niðurstöður, og er
enginn vafi á því, að slík notkun hefir verið algeng í indógermönsk-
um málum, latínu, grísku o. s. frv. En rannsókn þessi sýnir, að
mörg sjónarmið þarf í raun og veru að hafa, ef kryfja á til hlítar
uppruna einnar sögu, og að atriði þau, er í sjálfu sér virðast vera
óveruleg, geta átt sinn þátt í að varpa nýju ljósi á ýmislegt, sem
áður virtist hulið. A. J.
GuSm. G. Hagalín: Sturla í Vogum I og II. Utg.: Þorst. M. Jóns-
son. Akureyri 1938.
Það hefir um hríð verið talsverður faraldur að því, að skáld-