Skírnir - 01.01.1939, Side 208
Skírnir
Ritfregnir
205
sagnahöfundar keppi eftir að gera sögur sínar sem mestar að blað-
síðutali. Þetta kemur sér óneitanlega að vissu leyti dálítið illa. Les-
endur á tuttugustu öldinni, sem verða að gera svo að segja allt á
hlaupum, mega helzt ekki vera að því að lesa mjög langar sögur.
Það er því ekki laust við, að mörgum þeirra finnist að þessi hneigð
rithöfundanna lýsi dálítilli ónærgætni við sig. Þó mun þessi ónær-
gætni oftast nær verða fyrirgefin, ef það kemur upp úr kafinu, að
sagan er jafn góð og hún er löng.
Ofangreind saga Guðm. G. Hagalíns er réttar 628 bls. Eg réðst
í það að lesa söguna vegna þess, að eg hafði áður lesið bók eftir
sama höfund, sem heitir Kristrún í Hamravik — og auk þess nokkr-
ar smásögur eftir hann — og þótt góðar. — Efni þessarar sögu er
í aðaldráttum þetta:
Piltur og stúlka, bæði alin upp á sveit, hafa slegið pjönkum sín-
um saman og byrjað búskap á góðbýli einu á Vestfjörðum. Fyrstu
ellefu árin hefir allt leikið í lyndi fyrir þeim, og þau eru orðin
talsvert efnuð, því að þau eru bæði samhent og hagsýn og bónd-
inn, Sturla í Vogum, aðalsöguhetjan, er víkingur til allrar vinnu.
En þá vill til óhapp á bænum, sem dregur allmikinn dilk á eftir
sér. Fárviðri feykir burt öllum heyjum í Vogum og brýtur auk þess
útróðrarbát bóndans. Þessi atburður leiðir til nokkurra átaka milli
Sturlu og nágranna hans, en örlagaríkasta afleiðing hans verður
sú, að kona hans lætur lífið með þeim atburðum, að ætla mætti að
hún hefði verið bónda sínum ótrú. Dauði konunnar, og þó einkum
grunurinn um ótryggð hennar, fær svo á Sturlu, að honum ligg-
ur við sturlun. En þá tekst unglingsstúlku þar á bænum að leiða í
Ijós sakleysi hinnar látnu konu. Sturla hressist og tekur aftur að
sinna viðreisnarstarfinu á bænum.
Þessir síðast töldu atburðir valda skapgerðarbreytingum hjá
Sturlu. Hann hafði fram til þess tíma, sem konan lézt, verið ímynd
hins skapharða, sérgóða og ófélagslynda manns. „Æskan hafði“,
eins og höf. kemst að orði, „fyllt hann beiskju og tortryggni og rist
það letur á lögmálstöflur hans barnssálar, að sá einn, sem væri
sterkur, dygði nokkuð að gagni á lífsins orustuvelli“. Svo hafði
hann allt í einu uppgötvað, að einmitt hann var sterkur. Og máttar-
kenndin, tortryggnin og beiskjan höfðu sameiginlega mótað hjá
honum þær lífsreglur, að réttast væri að nota þrótt sinn eingöngu
i þágu sinna eig'in hagsmuna, eiga sem minnst undir öðrum og
halda öllum nema sínum allra nánustu sem lengst frá sér. En svo
kom dauði konunnar og allt, sem var í sambandi við hann. Hinn
sterki maður hafði kiknað og komizt í þrot, og óviðkomandi menn
höfðu rétt honum hjálpai'hönd og reist hann við. Lifið hafði fært
honum heim sanninn um það, að enginn maður er svo sterkur, að
hann ekki þurfi við annara manna, og jafnframt hitt, að mennirnir