Skírnir - 01.01.1939, Page 209
206
Ritfregnir
Skírnir
voru betri og óeigingjarnari en hann hafði ætlað. Við þetta tekur
beiskjan og tortryggnin að þoka og trúin á samhjálp og bræðra
lag kemur í þeirra stað. — Sagan endar á því, að Sturla ákveður
að gerast einn af forgöngumönnum félagsskapar, meðal smælingja
sveitarinnar, sem á að vernda hagsmuni þeirra gegn ágengni og kúg-
un innlendra ,,mektarbokka“ og erlends verzlunarvalds.
Þetta eru höfuðatriði sögunnar. En eins og gefur að skilja um
svona stóra bók, hefir sagan að geyma fjölda af atburðum og per-
sónum, sem hér er ekki rúm til að skýra frá. Flestum þessara per-
sóna er vel lýst, og sumum ágætlega, svo sem t. d. Birni gamla í
Vogum og Einari á Neshólum. Það er sömuleiðis sagt mætavel frá
mörgum einstökum atburðum, svo sem t. d. þvi, þegar S'turla rak
burt togarann, þegar hann bjargaði Vindingi verzlunarstjóra, og
þegar hann kúgaði Neshólafeðga til að flytja með sér heyið. Nátt-
úrulýsingar höf. eru líka viðast hvar góðar og mynda rétta um-
gerð um atburði sögunnar.
En þrátt fyrir allt þetta verða heildaráhrif þessarar sögu næsta
veik. Þetta stafar aðallega af því, að sagan er í heild sinni ekki vel
byggð og höf. hefir víða tekizt mjög slaklega að láta hina einstöku
atburði sögunnar þjóna höfuðviðfangsefnunum, sem hann virðist
hafa markað henni. Höf. ætlar að sýna Sturlu í Vogum sem höfuð-
kempu, sem seint verður afls- eða ráðafátt. í þessu skyni lætur
hann lífið hvað eftir annað fara á stúfana með stórkostlega erfið-
leika, sem þessi jötunn á að sýna krafta sína á. En barátta hetj-
unnar við þessa erfiðleika verður aldrei neitt stórfengleg eða ör-
lagaþrungin — og stundum alls engin, vegna þess að örðugleik-
arnir gufa upp af sjálfu sér — Neshólarógurinn — eða einhverjir
aðrir verða til þess að sigra þá — verzlunarbannið, Aðalpersóna
sögunnar verður fyrir bragðið ekki eins tilkomumikil og höf. hefir
viljað gera hana — og hún er auk þess ekki einu sinni fullkomlega
heilsteypt. Hinn orðmargi og tungumjúki maður, sem falar heyið
bjá Einari í Neshólum, að því er virðist aðallega til að koma þess-
um fátæka bóndaræfli á kaldan klaka, á lítið skylt með þeim Sturlu,
sem höf. lýsir víðast annars staðar í bókinni. — Svo að eitt dæmi
sé tekið.
Það kemur víðar en í einum stað fyrir í sögunni, að forsendur
og niðurstöður eiga ekki fyllilega saman. Svo er þetta t. d. um
rökin að skapgerð höfuðpersónu sögunnar. Lesandinn hefir fram
eftir allri sögu fullkomna ástæðu til að ætla, að skapgallar Sturlu
séu bara meðfætt innræti, og samúð lesandans með söguhetjunni
verður auðvitað af þeim sökum minni en ella. Þegar líður að lok-
um sögunnar, ætlar höf. loksins að afhenda lesandanum lykilinn
að skapgerð söguhetjunnar, en sá lyltill gengur þá í rauninni alls
ekki að. Hin stutta frásögn um mótlætið, sem Sturla hafði mætt