Skírnir - 01.01.1939, Page 210
Skírnir
Ritfregnir
207
á bernskuárunum, vegur ekki á móti öllu hinu, sem lesandinn fær
samtímis að vita um hann. Frá fimmtánda aldursári hefir lífið og
mennirnir svo að segja leikið við hann. Hann kemst til gamalla
hjóna, sem eru hrein ímynd mannelskunnar, og er hjá þeim um
margra ára skeið. Þegar hann er orðinn fulltiða er ágætis bújörð
lögð upp i hendur hans með öllum gripum. Um sama leyti giftist
hann ágætri stúlku, sem „tilveran hafði“, svo sem hann kemst sjálf-
ur að orði, „eins og nærri því tekið frá fyrir hann“, og þeim bún-
ast ágætlega og eiga miklu barnaláni að fagna. — Það er vægast
sagt dálitið hæpið, að lóta nærfellt tuttugu óra sambúð við elsku-
legt fólk elcki megna að má burtu tortryggni þá og beiskju, sem
bernskuárin höfðu bakað þessum manni. Að minnsta kosti verður
að slá þvi föstu, að fyrst höf. vildi endilega svo vera láta, þó bar
honum að ætla frásögninni um þessa sáru atburði bernskunnar
stórum meira rúm í sögunni heldur en hann hefir gert.
Þótt höf. hafi, að mínum dómi, ekki tekizt í þessari bók að segja
allskostar vel söguna af Sturlu í Vogum, hefir honum tekizt ágæt-
lega að segja aðra styttri sögu, sem þarna er að finna — söguna
af Einari í Neshólum. Því er snilldarlega lýst af höf., hvernig lé-
legt upplag, vanstillt móðir og ótrú eiginkona hefir þarna í sam-
einingu náð að framkalla hina fullkomnu imynd mannlegrar öfug-
þróunar í öllum sínum ömurleik. Þá stendur ekki síður lifandi fyrir
hugskotssjónum lesandans myndin af andstæðu Einars, Birni gamla
í Vogum — þessu elskulega gamalmenni, sem er svo fullur af kær-
leika til alls í tilverunni, bæði lifandi og dauðs, að hann getur ekki
hlaðið svo steinum í vegg, að hann þurfi ekki hálfpartinn að vera
að gera gælur við þá. — Þessar tvær mannlýsingar, og sömuleiðis
frásögnin um ýmsa einstaka atburði, sem bókin hei'mir frá, gerir
það að verkum, að þrátt fyrir leng'd bókarinnar og áminnzta galla
mai'gborgar sig að lesa hana.
Að lokum nokkur orð um stíl Guðm. G. Hagalíns.
Málinu á „Sturla i Vogum“ svipar víða mjög til málfars sög-
unnar „Kristrún i Hamravík“. í báðum þessum sögum er allmikið
um orð og upphrópanir, sem lesendur munu yfirleitt ekki kannast
við úr mæltu máli. Eg álít að þetta óvenjulega málfar gefi sögunni
af Kristrúnu í Hamravík aukið gildi. Kringilyrði þau, sem höf.
leggur gömlu konunni í munn, eiga sinn þátt í að fylla þessa ágætu
persónu höf. lífi og gefa henni réttan svip. Og þó að mál það, sem
þessi gamla kona er látin tala, sé ekki algeng íslenzka, álít eg að
höf. verði ekki með réttu álasað fyrir að nota það, þar eð þarna
er mestmegnis að ræða um málfar einnar persónu, sem verður þvi
aðeins eitt af hennar sérkennum. Öðru máli er að gegna, er höf.
tekur upp á því að skrifa hverja söguna á fætur annari á þessu
máli. Bæði er þá, að kringilyrðin hætta að verka og eins hitt, að