Skírnir - 01.01.1939, Side 211
208
Ritfregnir
Skirnir
ýmsir kunna að ætla, að hér sé verið að sýna mállýzku, sem sé töl-
uð á þeim slóðum, þar sem sögurnar eru látnar gerast. Nú er mér
ekki kunnugt um, að svona mál sé talað á Vestfjörðum. Eg hefi
dvalið þar nokkurn tíma og ferðast þar talsvert um og varð hvergi
var við það; og eg hefi sömuleiðis spurt ýmsa menn af Vestfjörð-
um, hvort þeir hafi orðið þess varir, og svarið hefir jafnan verið
nei. — Eg held, að Guðm. G. Hagalín gerði rétt í því að nota ekki
þessa „mállýzku“ í fleiri sögum. Með vaxandi hróðri hans kynni svo
að fara, að yngri rithöfundar fetuðu þarna í fótspor hans, — en
það er ekki æskilegt, að bókmenntir þjóðarinnar séu ritaðar á máli,
sem hvergi er talað í landinu, enda gæti slíkt hæglega orðið til þess
að spilla tungunni.
Sá galli er oft á frásögn Guðm. G. Hagalíns, að hann viðhefir
víða sjálfur sömu málkæki og kring'ilyrði, sem hann leggur persón-
um sínum í munn. Kemur þetta vitaskuld að því meiri sök, sem
kækir þessir og kringilyrði eru fjær almennu máli. — IJm stíl hans
að öðru leyti er helzt það að segja, að honum hættir við að verða
helzt til íburðarmikill, og verður þetta iðulega til þess, að hinn
ágæti frásagnarhæfileiki skáldsins nýtur sín ver en ella.
Pétur Magnússon.
SigurSur Helgason: Og árin líSa. Utg.: Isafoldarprentsmiðja.
Reykjavík 1938.
Það hefir komið fyrir, þegar eg hefi verið að lesa bækur eftir
suma nútímarithöfunda okkar, að mér hafi með köflum dottið i
hug', að höfundurinn væri búinn að steingleyma hinu upprunalega
viðfangsefni bókar sinnar, og bara farinn að halda, frammi fyrir
lesandanum, eins konar hersýningu á orðaforða sínum. Svo mikill
getur íburðurinn og orðgnóttin orðið sumstaðar. — Hin ofan-
greinda bók Sigurðar Helgasonai' er með öllu laus við þetta. Þessar
þrjár sögur, sem bókin hefir að geyma, eru hver annari betur sagð-
ar og stíll höf. er gersamlega laus við tildur. Persónur höf. eru
skýrar og samtölum þeirra og athöfnum er yfirleitt lýst af slíkri
nærfærni, að það kemur varla fyrir við lesturinn, að maður kysi
fremur önnur orð eða viðbrögð en þau, sem höf. hefir valið þeim.
S'ýnir þetta að höf. er gæddur mikilli sálfræðilegri glöggskyggni.
Af þessum þrem sögum tel eg að minnst kveði að þeirri fyrstu,
en að miðsagan, „Skarfaklettur", sé veigamest og heilsteyptust.
Öll meðferð hennar sýnir, að höf. hefir frá byrjun til enda full-
komið vald yfir efninu. Sagan er ágætlega byggð, hefir mikinn og
jafnan stíganda og síðustu atbuiðum hennar er þann veg lýst, að
lesandanum rennur bókstaflega kalt vatn milli skinns og hörunds.
Eg lít svo á, að sögunni „Skarfaklettur“ megi vel vísa til rúms hjá
beztu nóvellum okkar. Pétur Magnússon.