Skírnir - 01.01.1939, Page 212
Skírnir
Ritfregnir
209
Þórunn Magnúsdóttir: Líf annara. Útg.: Bókaverzlunin Mímil'
h.f. Reykjavík 1938.
Ung stúlka, sem er nýkomin heim í átthaga kærasta síns, er stödd
í litlu kvennaboði heima hjá frænku sinni. Umræðuefnið er, eins
og svo oft vill verða við slík tækifæri, syndir náungans. Allir við
borðið eru ákærendur — nema unga stúlkan, — hún er verjand-
inn. Hún trúir á lífið, trúir á mennina og fyllist heilagri reiði, þeg-
ar hún heyrir, að jafnvel góðverk þeirra eru lögð út þeim til van-
sæmdar. Hinar konurnar eru líka orðnar hálfgramar út af afstöðu
stúlkunnar — og það er ekki nema eðlilegt. Þær hafa svo sem ekki
verið að ljúga á neinn. Þessar hneykslissögur, sem þær voru að
segja, eru ekki annað en það, sem var altalað um allt plássið. —
Þegar unga stúlkan hefir yfirgefið samkvæmið, kemur andmælend-
um hennar þó saman um að taka ekki mjög hai't á fljótfærni henn-
ar og skilningsleysi. — Þetta var hálfgerður unglingur. „Hvað ætli
þetta þekki lífið“.
Þetta er fyrsti kafli bókarinnar. Þessu næst leiðir höfundurinn
fram vitni í málinu. Vitnið er lífið sjálft. Höf. segir þrjár sögur —
sögur þessara persóna, sem eru svo einkar kært umræðuefni þarna
í plássinu, — ekki eins og sögurnar hljóða yfir kaffiborðum þorps-
búa, heldur eins og þær hafa gerzt í raun og veru. — í lokakafla
bókarinnar lætur höf. svo enn þá fara fram rökræður, á nýjum
vettvangi, um efni það, sem tekið er til meðferðar í inngangskafla
bókarinnar.
Þessi óvenjulega framsetningaraðferð höf. hefir sína kosti. Les-
andinn fylgir frásögnunum þrem, sem eru aðalefni bókarinnar, af
meiri áhuga en hann hefði gert, ef þær hefðu bara staðið einar sér.
Og skoðanir þæi', sem höf. vill koma að með þessari bólt sinni, öðl-
ast á þennan hátt talsverðan þunga. En höf. hefir ekki tekizt að
geia lokakafla bókarinnar svo úr garði, að bókin öll verði fullkom-
lega listræn heild.
Þrátt fyrir þennan galla er bókin verð þess að hún sé keypt og
ksin. Sögurnar þrjár, sem fyr er um getið, eru mætavel sagðar.
Það er hiti og fjör í frásögninni og stíllinn er með öllu tilgerðar-
laus. Og sumir kaflar bókarinnar bera með sér, að þessi unga stúlka,
sem skrifar hana, er gædd innsæi og athugunargáfu, sem er frem-
ur óalgeng hjá höfundum á hennar aldri.
Pétur Magnússon.
Jóhann Frímann: FróSá. Sjónleikur í fjórum þáttum. Útg.: Þor-
steinn M. Jónsson. Akureyri 1938.
Leikurinn gerist í lok 10. aldar og persónur hans eru flestar
teknar úr Eyrbyggju. Efnið er í höfuðdráttum þetta: Björn Breið-
víkingakappi, sem hefir áður fyr verið í þingum við Þuríði, hús-
14