Skírnir - 01.01.1939, Page 213
210
Ritfregnir
Skírnir
freyjuna ú Fróðá, er nýkominn til landsins, eftir margra ára dvöl
erlendis, og hyggst nú að vitja fornra ásta. Á Fróðá bíða hans mikil
vonbrigði. Húsfreyjan þar hefir, á þessum árum síðan Björn sigldi,
lært að þykja vænt um bónda sinn, og enda þótt talsvert virðist
eima eftir af hinni fornu ást hennar1 til Bjarnar, er hún með öllu
ófáanleg til að yfirgefa mann og börn og fara með Birni til út-
landa. Björn verður því frá að hverfa við svo búið. En nú gerist
það, að karl einn þarna á bænum, Þórir Viðleggur að nafni, sem
þykist eiga sín í að hefna bæði á húsbændum sínum og Birni fyrir
sonavíg, opinberar það fyrir húsbónda sínum, að það sé ekki hann,
heldur Björn Breiðvikingakappi, sem sé faðirinn að Kjartani, eldra
syninum á Fróðá. Húsbóndinn, Þóroddur goði, er mjög illa viðbú-
inn þessum fréttum. Hann hefir nú um langt skeið átt við að stríða
ákafann vanmetaugg, sem stafar frá óhróðri, sem hafði fyrir ái'-
um síðan verið borinn út um hann — og fest rætur. Hér við bætist
svo það, að hann er nýbúinn að missa yngri son þeirra hjóna á
voveiflegan hátt. Fregnin um hið rétta faðerni sveinsins Kjai'tans,
sem hann hefir unnað mjög, verður honum um megn. Hann sturl-
ast — og á því endar leikurinn.
Það er ýmislegt í þessum leik, sem gefur ótvírætt til kynna, að
höfundur hans sé skáld. Samtölin eru á köflum smellin og bera
vitni um talsverða andagift og höf. hefir tekizt að skapa eina ágæta,
heilsteypta persónu, þar sem er Þórir gamli Víðleggui'. En því mið-
ur ber leikurinn i heild glöggt merki um það, að höf. ræður ekki
enn sem komið er við þetta vandasama skáldskaparform. Mestöll
bygging leiksins er svo gersamlega misheppnuð, að hann verður
svo að segja alveg áhrifalaus.
Eg tel mér skylt að benda á dæmi: Höfuðpersónan, Þóroddur
goði, verður fyrir tveim þungum áföllum. Yngri sonurinn á heim-
ilinu drukknar og skömmu síðar fær Þorvaldur að vita, að sá eldri,
sem hann ann svo mjög, er ekki sonur hans. Þessi tvöfaldi missir
og vitneskjan um ótryggð konunnar fær svo á hann, að hann missir
vitið. — Hér er svo sem um nægilega harmsögulega atburði að ræða
— en þrátt fyrir það sitja áhorfendurnir næstum algerlega ósnortn-
ir andspænis þeim. Af hverju? Af þvi að höf. hefir hvergi gefið
þeim kost á að kynnast því, hvað það var, sem Þoroddur missti.
Honum hefir láðst að kynna fyrir þeim drenginn, sem drukknaði,
láðst að sýna þeim ástríkið, sem var á milli Þórodds og sveinsins
Kjartans, og láðst að sýna þeim björtu hliðina á sambúð Fróðár-
hjónanna. — Efni leiksins krefst alveg ófrávikjanlega sérstaks
þáttai', þai' sem sýnt sé samlíf Fróðárfjölskyldunnar — þetta sam-
líf, sem var Þuríði svo mikils virði, að hún kaus það fremur en
glæsta framtíð við hlið mannsins, sem hún unni, og sem var Þór-