Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 214
Skírnir
Ritfregnir
211
oddi svo mikils virði, að það hafði varið hann því að kikna undir
fyrirlitningu sveitunga sinna, sem lá svo þungt á honum.
Þessi stóra glompa hjá höf. á vafalaust mestan þátt í því, að
leikurinn nær ekki tökum. En hér bætist svo fleira við. Þarna eru
leiddar fram persónur (ICatastaðafólkið), sem hafa bara truflandi
áhrif á gang leiksins, og löng samtöl eiga sér stað, mestmegnis um
trúarbrögð, sem er algerlega ofaukið. Kvæði eru flutt, sem eiga
alls ekki við andrúmsloft leiksins, og málfar persónanna minnir
ekki nægilega á þá tima, sem leikurinn gerist á.
Því verður ekki leynt, að gallarnir á leiknum eru meiri en kostir
hans. En á það er að líta, að þetta er fyrsta leikrit höfundarins.
Með vaxandi tækni hans mætti vel fara svo, að honum auðnaðist
síðar að skila frá sér sjónleik, sem yrði allur eins vel skrifaður
eins og fyrri hluti 3. þáttar þessa leiks.
Pétur Magnússon.
Eiríkur Albertsson: Magnús Eiríksson, guSfræSi hans og trúar-
líf. Á kostnað höfundar. ísafoldarprentsm. Rvík 1938. 381 bls.
í Skírni 1924 reit ég grein um Magnús Eiríksson. Var hún uppi-
staðan úr fyrirlestrum, er ég hafði flutt árinu áður við Harvard-
háskóla, í Meadville Theological School og á stofnfundi „Hins sam-
einaða kirkjufélags fslendinga í Norður-Ameríku“. Lauk ég grein
þessari með' eftirfarandi orðum:
„En nú ætti einhver mér færari maður að taka við, helzt ein-
hver lærður, en þó sannleikselskandi guðfræðingur, sem kann betri
skil en ég á öllum þeim trúaratriðum, sem hér er um að ræða.
Ætti hann að geta hlaðið Magnúsi Eiríkssyni þann bautastein, er
stæði óbrotinn, meðan aldir liða, í S'igtúnum íslenzkrar bókvísi“.
Virðingarverð tilraun hefir nú verið gerð, og við mikla örðug-
leika þó, til þess að hlaða Magnúsi slíkan bautastein. Með hinu
mikla og álitlega riti sínu um Magnús Eiríksson, guðfræði hans og
trúarlif hefir séra Eiríkur Albertsson á Hesti gert fyrstu tilraun-
ina. En hvort sá bautasteinn sé fullhlaðinn, getur verið álitamál.
Hefir séra Eiríkur varið rit þetta við guðfræðideild Háskóla ís-
lands og hlotið doktorsnafnbót fyrir.
Þess skal getið út af ummælum, sem féllu við þetta doktors-
próf, að höf. fór þess fyrst á leit við mig, að það yrði varið innan
heimspekideildar háskólans. En ég taldi sjálfsagt — að öllu óreyndu
— að hann leitaði fyrst til guðfræðideildar sem hins rétta vett-
vangs fyrir rit þetta, og varð það úr, að ritgerðin kom fram þar,
þrátt fyrir nokkra dulda mótspyrnu. Tel ég vel farið, að fyrsta
ritgerðin, sem tekin var til doktorsvarnar innan guðfræðideildar
háskólans, var um Magnús Eiríksson og starf hans. Það ber vott
um frjálslyndi hennar og vísindalegt hlutleysi, og er þó nokkur
14*