Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 216
Skírnir
Ritfregnir
213
fagnaðarerindi Jesú Krists sjálfs, sem hann aðhyllist, og ekkert
annað. Auðkennir þetta allan rithöfundarferil hans frá upphafi til
enda, og því varpar hann bæði Pálsbréfum og Jóhannesar guðspjalli
fyrir borð, svo og öllum síðari tíma kenningum. Mælikvarði hans
er Kristur eða það, sem hann á að hafa kennt, sagt og gjört, skv.
3 fyrstu samstofna guðspjöllunum. Því er hann Krists trúar, en
hvorki Páls né Jóhannesar, né nokkurrar annarar trúar eða trúar-
samsuðu.
Tilefnið til ritmennsku Magnúsar var, eins og kunnugt er,
haiðneskja sú, er lítill, en meinlaus sértrúarflokkur i Danmörku
var beittur, svonefndir Baptistar, er vildu ekki láta skíra börn sín,
fyrr en þau væru komin til vits og ára og gætu sjálf játað trú sína.
Þessum mðnnum til varnar reit Magnús hið fyrsta rit sitt: „Bap-
tister og Barnedaab“ (1844). Sýndi hann fram á, að Jesús hefði
sjálfur aðeins leyft börnunum til sin að koma, lagt hendur yfir
þau og blessað þau; að hann hefðí sjálfur ekki verið skírður, fyrr
en um þrítugt; að postularnir hefðu ekki skírt nema fullorðna Gyð-
inga og heiðingja alls ekki, nema eftir sérstakri vitrun; en að nið-
urlagið á Matth. guðspjalli (Matth. 28, 16—20), þar sem Jesús er
látinn bjóða lærisveinum sinum að fara út til allra þjóða og skíra
þær i nafni föður, sonar og heilags anda, sé seinni tima viðbót.
Barnaskírnin hafi fyrst farið að tíðkast um 200 e. Kr., en þá
hafi þó Tertúllian kirkjufaðir andmælt henni, og almennt hafi hún
ekki verið viðtekin fyrr en 252 e. Kr., á almennum kirkjufundi i
Afriku, þar sem samþykkt var, „að sérhvert barn skuli skirast þeg-
ar við fæðingu". Samkvæmt þessu hafi menn rétt til að fara með
börnin eins og Kristur hafi gjört og postularnir. Barnið verði eng-
inn Kristófer (þ. e. Kristberi), eins og Martensen hafði haldið
fram, þótt það sé skírt óviti og hvítvoðungur, enda hafi sjálfur
Lúther innleitt ferminguna í einni landskirkju Þýzkalands (Brand-
enburg) einmitt til þess, að börnin gætu endurnýjað skírnarheit
foreldranna, er þau væru komin till vits og ára. Það væri því bæði
ómaklegt og ókristilegt að veitast að Skirendum, þótt þeir vildu
láta fresta skirn barna sinna.
I nánu sambandi við skírnina stóðu ýmsir trúarlærdómar, eink-
um þrenningarlærdómurinn. Nú vita menn, að postularnir skírðu
ekki í nafni þrenningarinnar, þótt svo standi i Matth. 28, því,
eins og sagt var, er þetta seinni tíma viðbót við guðspjallið. Þrenn-
ingarlærdómurinn var ekki löghelgaður innan kirkjunnar fyrr
en á kirkjuþinginu í Nikeu 325 e. Kr. En löngu fyrir þann tíma og
fram eftir öldum hafði verið þráttað um, hvers eðlis Jesús hefði
verið, maður eða guð eða af guði fæddur, sannur maður eða sann-
ur guð eða hvorttveggja. Um þetta risu hinah hatrömmustu deilur,