Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 217
214
Ritfregnir
Skírnir
og um þetta hafa menn verið að þrátta fram á miðja 19. öld og
jafnvel lengur.
Einn þeirra manna, er hélt fram kynlegum skoðunum um þetta,
var einmitt Martensen sá, er M. E. lenti í höggi við. Martensen hélt
því fram, að guð hefði í upphafi verið vitundarlaust náttúrudjúp,
en þá fyrst öðlazt sjálfsvitund, er hann gat soninn: „án sonarins
gat faðirinn ekki sagt ,ég‘ við sjálfan sig; því að þetta ég er óhugs-
anlegt, án þess að menn geti greint sig frá öðrum hlutrænum veru-
leika (ekki-ég, þú), er maður greini sig frá sem ,ég‘” (bls. 74). — Hér
þótti Magnúsi, eins og höf. segir, skörin vera farin að færast upp
i bekkinn, og það því heldur, sem Martensen bætir því við, að faðir
og sonur hafi ekki orðið alfrjálsir, fyrr en andinn hefði útgengið
af þeim báðum. Þar við bættist, að Martensen greindi milli tvenns-
konar þrenningar, þrenningarinnar inn á við og þrenningarinnar
út á við, í viðskiptum við mennina. En alveg kastaði þó tólfuum,
er Martensen tók að halda því fram, að Satan væri „yngri' bróðir“
Krists (bls. 75). Við brosum nú að þessu og hristum yfir því höf-
uðið. En Magnúsi fannst þetta og annað eins hrein guðlöstun og
því réðst hann svo ofsalega á Martensen. Tveir menn aðrir voru
það i Danmörku, sem Magnús deildi á út af trúmálum, en þó ekki
nærri eins freklega og á Martensen, en það voru þeir Sören Kierke-
gaard og Grundtvig. Gegn Martensen veittist Magnús aðallega fyrir
hina fáránlegu þrenningarkenningu hans; gegn Sören Kierkegaard
fyrir það, að hann þóttist þurfa að trúa á fjarstæðuna, að Guð
hefði gerzt maður, og gegn Grundtvig fyrir þá „makalausu upp-
götvun“, að Kristur hefði kennt postulunum hina postullegu trúar-
játningu milli upprisu og uppstigningar, þótt hún væri fyrst til
orðin rniklu síðar. Gegn mönnum þessum hélt M. E. þeim einfalda
sannleika fram, að Jesús hefði verið maður, en að hann hefði gerzt
hinn smurði Guðs eða Messías [í skírn sinni eða síðarl og boðað
mönnum trú sína í fagnaðarerindinu, einkum í fjallræðunni og í
dæmisögunni um hinn glataða son, um Guð sem hinn gæskuríka föð-
ur allra manna, er heimtaði ekki annað en iðrun og afturhvarf og
siðferðilegt, kærleiksríkt líferni. í þessu væri hinn eiginlegi kristin-
dómur fólginn, og vér ættum því að vera Krists trúar, en hvorki
Páls trúar né Jóhannesar. Hreinast og látlausast kemur trúarskoð-
un M. E. í ljós í Bréfunum til Clöru Rafael, enda kennir þar engr-
ar ádeilu, heldur aðeins ástúðlegrar hlýju. Um það má lesa í bók-
inni bls. 122—30. í þeim segir M. E. meðal annars: „Elska þú Guð,
eins og hann hefir bii’zt í Kristi, og einkanlega Kristi, þar sem hann
var hin skærasta guðsmynd, sem hér á jörðu getur birzt í mann-
inum“.
Mér brá heldur en ekki í brún við doktorsprófið, er annar and-
mælandinn tók að reyna að skýra það fyrir oss, hvers vegna M. E.