Skírnir - 01.01.1939, Síða 218
Skírnir
Ritfregnir
215
hefði ekki haft meiri byr hjá Dönurn en raun varð á. Hann
hefði verið svo ruddalegur í ritum sínum og svo hefði hann ef
til vill verið eitthvað bilaður á geðsmunum. Ekki þarf nú annað
en minna á, að þetta var þeirra tíma siður í Danmörku, að taka
nokkuð djarft til orða. Grundtvig hafði verið dæmdur i 10 ára rit-
skoðun fyrir svæsinn rithátt; og i siðustu flugritum sínum, Augna-
blikunum, hellti Sören Kierkegaard skálum reiði sinnar yfir hina
kristnu kirkju. Varð þó Grundtvig biskup að nafnbót síðar og
Kierkegaard dáður um fram flesta aðra fyrir ritsnilli sína og and-
ríki. Hitt mun sönnu nær, að M. E. var útlendingur, að hann var
fremur þunglamalegur rithöfundur, en þó einkum það, að hann
andmælti trúarkenningum, sem mörgum var sárt um, og veittist að
valdhöfum kirkjunnar. Um hið siðara, geðveikina, mætti minna, á,
að Grundtvig varð sturlaður tvisvar á ævi sinni, án þess að verulega
væri til þess tekið, og að Sören Kierkegaard var sálsjúkur að
minnsta kosti síðari hluta ævi sinnar. En um M. E. vitum vér ekki
annað en það, að hann tók mark á draumum, tók tvo drauma, sem
hann dreymdi, sem vitrun frá Kristi, en það hefir ekki þótt tiltöku-
mál hingað til meðal trúaðra manna, þótt þeir þykist fá vitrun frá
æðri heimum.
Nú hefst þagnarbilið mikla í lífi Magnúsar, þar sem hann
í þögn og fátækt bjó sig undii' síðari herferðina, sem var almenns
trúarlegs eðlis og fól i sér djúptæka rannsókn á Jóhannesar guð-
spjalli, kenningum og bréfum Páls postula og sögu kristindómsins
fyrstu aldirnar. Markmið hans var að hreinsa kristindóminn að öllu
því, er hann hugði rangt vera, en komast aftur til hins ómengaða
fagnaðarerindis Jesú Krists, eða eins og höf. kemst að orði um
hann: „Hann er niðurrifsmaður að því leyti, að hann sker misk-
unnarlaust allt það burt, er hann hyggur rangt; en hann er jákvæð-
ur og uppbyggjandi, þar sem hann vill hreinsa trúna af öllum ann-
arlegum einkennum, svo að hún megi koma fram hreinsuð og fegr-
uð og þannig verða trúhneigðum mannshuganum líknar- og mátt-
arlind“ ((bls. 150).
En hér inn í milli skýtur höf. kafla, VII. kafla: „Guðfræðilegar
stefnur og trúarlegt viðhorf á Þýzkalandi á 19. öld, sem mér likar
ekki allskostar. Höf. hættir sér víðast hvar litið út yfir M. E. og
rit hans; en þar, sem hann gerir það, og einkum þar, sem hann
hættir sér inn á svið heimspekinnar, skeikar honum mjög. Þannig
fullyi'ðir hann það tvívegis í þessum kafla, að Hegel hafi verið
höf. framþróunarkenningarinnar En þetta er, eins og menn vita,
hinn mesti misskilningur. Hún kom upp á Englandi hjá þeim Dar-
win og Spencer eftir 1859. En „þróunarkenning“ Hegels var „spe-
kulativ Dialektik“, sem heldur því fram, að skynsemin hafi smám
saman verið að brjóta sér braut í tilverunni gegnum „frumtök —