Skírnir - 01.01.1939, Síða 219
216
Ritfregnir
Skírnir
andtök og samhæfingu hvorstveggja“ (thesis, antitliesis og syn-
thesis) og fi'á þessari kenningu stöfuðu firrur Martensens um Föð-
urinn, Soninn, og Andann sem æðri einingu hvorstveggja. En þetta
á auðvitað ekkert skylt við framþróunai'kenninguna í ríki náttúr-
unnar. Ýmislegt annað er það í þessum kafla, sem gera mætti at-
hugasemdir við, en ég sleppi þvi. Þó verð ég að taka það fram, að
vel hefði mátt gera nánari grein fyrir niðurstöðum þeirra Tiibinger-
manna, svo að Ijóst hefði orðið, að kaþólsku prestarnir, sem voru
að flangsa í M. E. hér í Reykjavík út af bók hans um Jóhannesar
guðspjall, fóru með alrangt mál. Túbinger-menn þyggðu á Páls-
bréfunum, sem vitanlega eru rituð og orðin til eftir daga Krists, en
M. E. byggði á arfsögn postulanna í samstofna guðspjöllunum um
allt það, sem vitað er um líf og kenningu Jesú, svo að því leyti
stendur M. E. Tubinger-mönnum framar. Enda boðar Páll trúna á
Ki'ist sem Drottin, dáinn til friðþægingar fyrir syndir mannanna,
en Jesús hið ómengaða fagnaðarerindi um Guð sem gæzkurikan
föðui' allra, er ekki æski friðþægingar, heldur aðeins iði'unar og
siðferðilegrar yfirbótar. Og á þessu byggir M. E. trú sína og gagn-
rýni.
Það tjáir ekki í tiltölulega stuttum ritdómi að fara ýtarlega út
í höfuðrit M. E. um Jóhannesar guðspjall eða Pál postula, svo
mai'gþætt eru þau og mörg rök bæði með og móti. Auk þess krefst
rannsóknin á þeim svo mikillar þekkingar á frumheimildum ki'ist-
indómsins og sögu hans, að ég leiði minn hest alveg hjá því að
segja, hvað rétt sé og rangt í þeim efnum. Þó skal ég ekki draga
dul á það, að ég út frá leikmannssjónarmiði mínu hygg, að niður-
stöður M. E. séu að mestu réttar: 1. að Jóhs. guðspjall sé ekki eftir
Jóhannes, lærisvein Jesú, heldur miklu yngra, sennilega frá 2. öld
e. Kr.; 2. að mynd sú, er það dregur upp af Jesú, ræðum hans og
máttarverkum, sé næsta frábrugðin því, sem sagt er frá í samstofna
guðspjöllunum, og 3. að Páll hafi boðað trúna á Krist sem endur-
lausnara mannkynsins, en ekki nema að litlu leyti fagnaðarerindi
Jesú sjálfs um hinn gæzkurika föður allra manna. Eins virðist mér
það rétt hjá Magnúsi 4., að Jesús hafi. ekki sjálfur sett sig upp á
milli guðs og manns (nema þá í 4. guðspjallinu), heldur sagt sig
vera auðmjúkan þjón guðs, er sendur væri til þess að leita hinna
týndu sauða meðal Israels barna. Loks sýnir M. E. í „Gyðingar og
kristnir" fram á, hvílíkum feikna breytingum kristindómurinn tók
fyrstu aldirnar, frá eingyði til þrígyðis (325 e. Kr.) og um hinar
síðari breytingar vita allir, t< d. Maríudýrkunina og ákallið á dýr-
linga og helga menn. Auk þess hefir kristindómurinn hvað eftir
annað verið felldur í stokk mismunandi trúarjátninga og helgi-
siða, en fagnaðarerindi Jesú sjálfs og fordæmi þá að mestu gleymzt,
og þá einkum það, að sýna trú sína í verkunum (sbr. Jakobsbréf-