Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 220
Skírnir
Ritfregnir
217
ið). Um sögu kristindómsins fyrstu þrjár aldirnar má lesa bls.
301—304.
Þá lýsir höf. „Úrslitahríðinni", er M. E. var varnað máls og hann
var kveðinn niður á 4. norræna kirkjuþinginu i Khöfn 1871, er —
einn mót öllum stóð hann
í ægilegri höll,
og einn mót öllum vóð hann
á andans sigurvöll.
Af kaflanum um afstöðu M. E. til Lúthers og siðaskiptanna
sést bezt, hvar M. E. stendur sjálfur í siðbótarkröfum sínum inn-
an mótmælendakirkjunnar; og af kaflanum um dóm samtíðar-
manna, hve misjafnlega hann var sjálfur metinn af samtiðarmönn-
um sínum. En það, sem ég sakna mest úr bókinni, og hefði átt þar
að vera sem kórónan á bautasteini þeim, sem honum hér var hlað-
inn, er óvilhallt mat á Magnúsi og starfi hans á nútíðarmælikvarða.
Sé það rétt, sem Harnack segir í niðurlagi rits sins: Kristindóm-
urinn, að kristið samfélag byggist í raun og veru á fagnaðarerind-
inu einu saman; og hafi bæði grísk-kaþólska og rómversk-kaþólska
kirkjan villzt af þeirri braut með trúarkenningum sínum og helgi-
siðum, en Lútherstrúin aðeins ratað hana að nokkru leyti, þá má
vafalaust telja Magnús Eiríksson með fremstu siðbótarmönnum
mótmælendatrúar. Því að hvað var það, sem hann vildi? Hann vildi
láta kenna fagnaðarerindi Krists hreint og ómengaðí og gera krist-
indóminn að hreinni evangeliskri trú. En hversu langt er kirkjan sú,
sem kennir sig við Krist, komin í þeim efnum, bæði hérlendis og
erlendis? -Á. H. B.
Símon Jóh. Ágústsson: Þroskaleiðir. ísafoldarprentsmiðja. Rvík
1938. 174 bls.
Sami: Leikir og leikföng. Rvík 1938. 98 bls.
Dr. Simon Ágústsson hefir með ritum þessum gefið foreldrum
og fræðurum, er fást við uppeldi barna, ýmsar fræðilegar og hag-
nýtai' upplýsingar bæði um tilgang uppeldisins og þroskaleiðir
barna og unglinga, i síðari bókinni einkum um þroskaleiðir ung-
barna i leikjum þeirra.
Fyrri bókin er safn af erindum, er höf. hefir flutt, ýmist á veg-
um háskólans sem styrkþegi Hannesar Árnasonar sjóðsins eða i
útvarp. Lætur nærri, að helmingur þeirra sé úr Hannesar Árnason-
ar erindunum, því með fyrstu þrem fyrirlestrunum tel ég einnig
Sálarlif uppalandans, en rífur helmingur útvarpserindi.
Fyrirsagnir segja skýrt frá efni erindanna: Hvað er uppeldi?
Uppeldi og uppeldisfræði. Sérhæfing og almenn menntun. Sálarlíf
uppalandans o. s. frv., og eru þessi erindi aðallega fræðilegs efnis.