Skírnir - 01.01.1939, Síða 221
218
Ritfregnir
Skírnir
En hin erindin: Uppeldi ungbarna og uppeldisfræðileg menntun
kvenna, Refsing og umbun, Fordæmi og eftirbreytni, og tvö síðustu
erindin: Barnavernd og uppeldi vandræðabarna og Um sálarlíf og
uppeldi afbrotabarna, eru hagnýts eðlis, ræða um það, sem höf.
liggur nú mest á hjarta og hann telur nauðsynlegast til umbóta
hjá oss.
Ég hefi lítillega drepið á efni fyrri erindanna í ritfregn minni
i Skírni í fyrra um doktorsidtgerð dr. Símonar og læt það nægja.
En öll hin síðari erindi erú ný að efni til og ýmislegt í þeim, sem
er sérstaklega athyglis- og umhugsunarvert.
Ég tek til dæmis það, sem höf. segir um menntun kvenna sem
vei'ðandi mæðra: — „Auðvitað er það mjög áríðandi fyrir hina
verðandi húsmóður að kunna að laga góðan, hollan og ódýran mat,
vera vel að sér til handanna og kunna að skapa hreinlegt og vist-
legt heimili; en hitt virðist þó ekki minna um, vert, að hún kunni
noklcur skil á hirðingu og uppeldi barna, þar sem flest allar giftar
konur, sem börn eiga, komast ekki hjá þeim starfa. Hvernig stend-
ur á því, að konan er jafn-gálauslega búin undir ef til vill æðsta
hlutverk sitt í lífinu: að verða góð móðir?“ (bls. 85).
Segir höf. siðan frá erlendum stúlkum, er hann hafi talað við,
en þær hafi tjáð sér, að þeim þætti lang-mest gaman að meðferð
barna af öllu, sem þær lærðu, miklu meira gaman en að almennri
hjúkrun, matartilbúningi, handavinnu, garðrækt eða hvaða öðru
verklegu eða bóklegu námi. — Þetta er að mínu viti orð í tíma
talað og bendir ef til vill á snöggasta blettinn í uppeldi íslenzkra
kvenna. Og meðferðina verður að kenna á lifandi börnum, en ekki
á brúðum og leikföngum.
Þá fer höf. að benda á, hvað helzt beri á hjá ungbörnum, —
hræðslu, reiði og gleðilátum barna, og fer þar mjög eftir hinum
grunnfæru athugunum hátternis sinna (Watsons), en sézt yfir það,
sem mest á ríður, matarþörfina og ýmsar hneigðir ungbarnsins til
þess að smjatta, hlusta, skima, grípa og fálma, breka og brölta. Þó
leggur hann, eins og' rétt er, áherzlu á hæfilegan aga og reglusemi;
að barninu sé hvorki spillt með heimskulegu dekri og eftirlátssemi
móðurinnar né heldur með sífelldum umvöndunum og ofanigjöf-
um, að barnið sé hvorki hrætt né styggt að nauðsynjalausu né eyði-
lagt á of miklu dekri.
Eftir þetta mætti lesa kaflana um refsingu og umbun. Þræðir
höf. þar skynsamlega meðalveginn milli hæfilegs aga og hóglegrar
umbunar. Virðist mér hann þó þar halla um of á kenningu Spen-
cers, sem var ekki í öðru fólgin en því, að leyfa börnunum sjálfum
að reka sig á lítillega, svo að þau lærðu af reynslunni og yrðu sem
fyrst sjálfbjarga, en þetta er einmitt það, sem höf. ræður til sjálf-
ur síðar í bókinni (bls. 95).