Skírnir - 01.01.1939, Side 222
Skírnir
Ritfregnir
219
Þá hygg ég, að komið sé að aðaláhugamáli höf. nú sem stendur,
þegar komið er að tveim síðustu köflunum um vandræða- og af-
brotabörnin. Þar er um að ræða þjóðfélagsmein, er mest ber á í
bæjarlifinu, þótt það líka geti komið upp til sveita, sbr. sum sveita-
skröllin og eftirköst þeirra, og getur orðið að hreinu átumeini þjóð-
félagsins, sbr. skipaferðir ungra stúlkna, stelvísi og pretti, rán og
yfirgang ungra manna, að ég nefni ekki drykkjuskapinn. Til þess
að varna þessu vill höf. láta stofna til dagheimila fyi'M börn vinn-
andi mæðra; og til þess að draga úr og ef unnt er girða fyrir spill-
inguna, stingur hann upp á stofnun móttökustöðva fyrir vanrækt
og veikluð börn, en heimavistarskóla fyrir vandræða- og afbrota-
börnin og ætti honum helzt að vera komið fyrir í sveit á góðri bú-
jörð með margs konar hlunnindum til sjávar og sveitar (bls. 135
—38).
Nokkurrar mótsagnar virðist mér kenna hjá höf., þar sem hann
á annan bóginn heldur því fram, að afbrotabörnin1 séu ekki fæddir
glæpamenn (sbr. Lombroso-kenninguna, bls. 141), og hann þó á
hinn bóginn heldur því fram (bls. 168), að rétt sé að afkynja menn
og vana, ef þeir séu að einhverju leyti illa gerðir og gangi með
arfgenga sjúkdóma, svo að þeir geti ekki getið sér úrkynjuð af-
kvæmi. Annaðhvort ganga vanheilindi ýmisskonar, líkamlegir sjúk-
dómar og andleg vanheilindi að erfðum, og þá er sjálfsagt að reyna
eftir mætti að stemma stigu fyrir þeim, svo að þetta sýki ekki þjóð-
arstofninn. Eða þetta gengur ekki að erfðum, eða þá aðeins að svo
litlu leyti, að unnt er að bæta úr því með góðu uppeldi, og þá á
ekki að beita neinum hörkubrögðum, heldur er þá réttast að fræða
menn um, hve gott makaval sé heillaríkt fyrir alla afkomendur, og
þá hefði ég, til þess að sýna fram á hvorttveggja, heldur nefnt
dæmið með Kallikak-ættbogana en Jukes-illþýðið, því að til þess
eru vítin að varast þau.
En hér erum við aðeins í forgarði musterisins, þar sem enn er
nokkur vafi á, hvora leiðina beri að stefna. En með hinni annari
bók sinni stefnir höf. beint inn í Eden æskunnar: Leiki barna og
leikföng.
Sú bók hefst með ágætum inngangi um það, hvers vegna börn
leiki sér, og helztu kenningum þar að lútandi. Skulu þær ekki rakt-
ar hér. En réttar virðast mér niðurstöður höf., að leikirnir séu
bæði undirbúningur undir störf fullorðinsáranna og til þess að
æfa, festa og fullkomna þær athafnir, er barnið hefir lært, auk
ímyndaðra málamyndar-framkvæmda. Mætti segja allt þetta með
einu orði, að leikárin séu nokkurs konar forskóli fullorðinsáranna.
Næsti kafli ræðir um leikþörf barna og hversu drengir og stúlk-
ur hneigist hvort um sig að sérstökum tegundum leikja (kappleikir
og áflog, — brúðuleikir, þvottar o. þvl.).