Skírnir - 01.01.1939, Síða 224
Skírnir
Ritfregnir
221
Sig. Eggerz: LíkkistusmiÖurinn. S'jónleikur i fjórum þáttum.
Akureyri 1938. Prentverk Odds Björnssonar.
Þetta leikrit er um ungan mann, — ungt skáld, — sem sér æsku-
draumsýn sina í konu annars manns, hverfur frá henni til að kanna
lífið og sigra það og ritar meistaraverk undir áhrifum þessarar
draumsýnar. En þegar hann hittir ástmey sína aftur eftir 6 ár, þá
frægur maður, er allt orðið breytt. Hún hefir lært að elska mann-
inn sinn, og skáldið er orðið spilltur maður og skýtur sig að lok-
um, eftir að hann hefir brennt handritið að nýrri bók, sem hefir
að geyma niðurlægingu og glötun sálar hans.
Styrkur leikrits þessa liggur ekki í persónulýsingunum, þótt
ýmsar þeirra séu skýrar, og ekki heldur i leikrænum krafti eða rök-
vísi atburðanna, — heldur í hinni Ijóðrænu fegurð, sem hvílir yfir
atvikunum og orðalagi persónanna. Sú fegurð heldur leikritinu
uppi og veldur því, að maður les það með ánægju.
Jakob Jóh. Smári.
Lögreglan í Reykjavík. Gefið út að tilhlutun lögreglustjórnar-
innar í Reykjavík. Meykjavik 1938.
Vönduð og fróðleg frásögn af lögreglunni í Reykjavík og öllu
því, er henni viðkemur, frá 1752 og til 1937, samin af hinum þjóð-
kunna fræðimanni, Guðbrandi prófessor Jónssyni. Er hér geysi-
mikill fróðléikur saman kominn, bæði um lögregluna sérstaklega
og um sögu bæjarins yfirleitt. Margar ágætar myndir prýða bók-
ina og er hún verðugt og virðulegt minningarrit um þessa merku
og þörfu stofnun. Jónatan Hallvarðsson lögreglustjóri hefir skrif-
að formálann. Jakob Jóh. Smári.
Th. Bögelund: Foreldrar og uppeldi. Til lestrar fyrir foreldra.
Með myndum. Þýtt hefir með leyfi höfundarins Jón N. Jónasson
kennari. — Útgefandi: Jón N. Jónasson. Rvík 1938.
í bók þessari er stutt greinargerð fyrir heppilegustu meðferð og
uppeldi barna, likamlega og andlega, eftir gagnmenntaðan uppeldis-
og skólafrömuð í Danmörku. Hr. Bögelund hefir lokið dönsku kenn-
araprófi og prófi frá Statens Lærerhöjskole og þar að auki stundað
nám í ýmsum löndum og t. d. tekið próf í barnasálai'fræði og upp-
eldisfræði við „Institut Jean Jacques Rousseau“ i Genf. Loks hefir
hann margra ára reynslu sem kennari. Er þetta tínt hér fram til
að sýna, að það er enginn óvalinn Pétur eða Páll, sem hér ritar
um þessi vandasömu efni, heldur fyllilega hæfur maður.
Þó að ýmisleg't gott hafi komið úti á íslenzku um uppeldismál á
seinni timum, þá getur þessi litla bók ekki talizt óþörf viðbót við
bókakost vorn um þessi efni. Einmitt vegna þess, hvað hún er lítil
og handhæg, er hún líkleg til að verða ýmsum að g'agni, sem ekki