Skírnir - 01.01.1939, Page 226
Skírnir
Ritfregnir
223
Kjörvogi, Þorbergi Björnssyni, foreldrum Guðm. Magnússonar
prófessors, Magnúsi „blessaða“ og konunni við búrborðið. Loks
eru kaflar, sem hún nefnir „Gleymska", og „Á víð og dreif“. Dótt-
ir hennar, Guðrún A. Björnsdóttir, ritar formála. Efnisyfirlit vant-
ar tilfinnanlega.
Greinaglöggar endurminningar eldri kynslóðanna eru merkileg-
ar heimildir fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Minningar frú Ing-
unnar bera öll einkenni góðrar bókar. Leitt er, að hún skyldi ekki
hefja ritstörf miklu fyrr og skrifa ævisögu sína í tveimur-þremur
þykkum bindum, eins og Sig'urður fi'á Balaskarði. Engu síður ber að
þakka það sem gert hefir verið, einkum þegar einstök sannleiksást
og einlægni virðist skína út frá hverri blaðsíðu þessarar yfirlætis-
lausu bókar. Geir Jónasson.
Jón Magnússon: Björn á ReySarfelli. Einyrkjasaga. ísafoldar-
prentsmiðja h.f. Reykjavik 1938.
Einyrkjasögur hafa margar verið samdar á íslandi í seinni tið
og fer það að vonum, því að í þær hetjusögur er efnið nærtækt og
átakanlegt í sjálfu sér. Þessi er með sérstökum hætti. Hún er ljóða-
flokkur, en á milli er sagður söguþráðurinn og smásögur, sem ekki
koma fram i ljóðunum, en einkenna söguhetjuna vel. Er prýðilega
frá þeim köflum gengið i einföldum, þjóðlegum og sterkum frá-
sagnar stíl. Þetta bragð er nýjung i bókmenntum vorum frá síðari
tímum og þó gamalt, því að það er sama aðferðin og sum af hetju-
kvæðunum í Sæmundar-Eddu hafa, og kosturinn er sá, að lesand-
inn hefir gott af af að þeysa ekki í einum spretti á skáldfáknum,
þó að hann sé góðgengur og sporið margvíslegt, heldur ganga við
og við röskan kafla á tveimur jafnfljótum.
Söguhetjan er sýslumannssonur, sem glæsileg framtið blasir við,
en fellir ást til umkomulausrar vinnukonu, kvænist henni móti vilja
föður síns og festir bú á eyðibýli upp til heiða, heldur en að láta
svipta sig frjálsræðinu og svíkja ást sina og hugsjónir. Þarna berst
hann til æfiloka hinni þungu baráttu við alla örðugleika, er steðja
að fátækum einyrkja, brýtur aldrei odd af oflæti sínu og játar
engum veikleika sinn, nema guði einum.
Bók þessi hefir þegar fengið mikið lof og á það skilið. En þeirri
glóð, sem brennur í þessum sviphreinu kvæðum, verður ekki betur
lýst en í hinu yndislega inngangskvæði „Gamall heimur“, sem er
frábært að einlægni og dýpt tilfinningarinnar. Síðasta erindi þess
sýnir hvað það var, sem dró skáldið mest að þessari söguhetju:
Mér fannst hann vera ímynd þein-ar þjóðar,
sera þúsund -ára raunaferil tróð
og dauðaplágum varðist gadds og glóðar,
en geymdi allt af lífs síns dýrsta sjóð.