Skírnir - 01.01.1939, Side 228
Skírnir
Ritfregnir
225
hann segði betur frá, þó að hann hefði gengið í annan skóla en
hinn stranga skóla reynslunnar, sem hann hefir staðizt með sæmd.
Þessar endurminningar um svaðilfarir á sela-, rostunga- og ís-
bjarnaveiðum norður í íshafi eru fullar af skarplegum athugunum
og svo hressilega og skemmtilega sagðar, að hver, sem les, mun
óska höfundinum langra lífdaga, góðrar heilsu og tækifæris til að
auðga bókmenntir vorar af miklu svona góðu. G. F.
Um SvíþjóS Og Svía. Eftir Gustaf Adolf krónprinz. Reykjavík
1939 — ísafoldarprentsmiðja h.f. Þýtt og gefið út með leyfi
H. K. H. höfundarins af Estrid Falberg Brekkan.
Það er vandi að skrifa þjóðarlýsingu á 22 bls. — gefa i örfáum
dráttum útsýn yfir einkenni landsins, uppruna og sögu þjóðarinn-
ar, atvinnuvegi hennar og nútíðarhag, menningu hennar og skap-
lyndi, en hér er þetta gert svo fimlega og skemmtilega, að myndin
verður skýr og lifandi og laðandi. Bókin er prýdd 56 góðum mynd-
um. Var það gaman að fá hana á íslenzku og ætti það að verða
upphaf að útgáfu rita um ýmsar hliðar hinnar merkilegu sænsku
menningar, sem oss væri hollt að kynnast sem bezt og læra af.
G. F.
Norvegia sacra. Aarbok til kunnskap om den norske kirke i for-
tid og samtid. 11.—14. aarg. 1931—1934. Steenske forlag Oslo.
1938—1939.
Rit þetta flytur ár hvert vandaðar greinar um efni, er snerta
hina norsku kirkju fyrr og nú, kirkjusögulegar ritgerðir, endur-
minningar merkra manna í þjónustu kirkjunnar eða greinar um
þá, stundum með myndum. í hverjum árgangi eru ársskýrslur allra
norsku biskupanna, hagskýrslur kirkjunnar o. fl. í 13. árg. er grein
eftir próf. Finn Jónsson um Jón Arason. G. F.
Þöglar ástir. Eftir Musæus. Steingr. Thorsteinsson þýddi. 2. út-
gáfa. Reykjavik 1939. ísafoldarprentsmiðja h.f.
Þetta skemmtilega æfintýri í hinni ágætu þýðingu Steingr. Thor-
steinssonar kom fyrst út ásamt Undínu eftir Friedrich de la Motte
Fouqué undir fyrirsögninni „Tvær smásögur“ í Kaupmannahöfn
1861, síðan sérstakt í Winnipeg 1907, og er þetta því í rauninni 3.
útgáfa, þó að annað standi á titilblaðinu. Æfintýrið hefir ávallt
verið vinsælt og svo mun enn verða. G. F.
Le Nord. Revue Internationale des Pays du Nord. Rédaction:
Danemark: Holger Andersen, Finlande: Urko Toivola, Islande:
Sigurður Nordal, Norvége: C. J. Hambro, S'uéde: F. Henriksson.
15