Skírnir - 01.01.1939, Page 229
226
Ritfregnir
Skírnir
(Prentað í Khöfn, fæst hjá Ejnar Munksgaard, 4 hefti á ári, kost-
ar 14 kr.)
Af tímariti þessu er nú kominn hálfur annar árgangur. Grein-
arnar eru ýmist ritaðar á ensku, frönsku eða þýzku. Tilgangurinn
er, að kynna Norðurlöndin öll sem bezt út á við, stefnu þeirra í al-
þjóðamálum og þann skerf, er þau leggja til heimsmenningarinnar.
Tímaritið bendir á hina nánu samvinnu, sem nú er orðin milli hinna
norrænu þjóða á fjölmörgum sviðum, hvernig æðsta boðorð þeirra
um öll viðskipti sín á milli er að hlíta lögum og sanngirni og hvern-
ig þær gætu orðið öðrum stærri ríkjum til fyrirmyndar í þessu
efni. Þarna eru greinar um atvinnuvegi þessara þjóða, merkilegar
menningar- og rannsóknarstofnanir þeirra, norræna samvinnu í
sérstökum greinum, stjórnmálastefnur og viðfangsefni, landvarnir
Norðurlandaþjóðanna, afrek merkismanna o. s. frv. Greinarnar eru
skrifaðar af sérfróðum mönnum og prýðilega samdar. Auk þess
eru i hverju hefti stuttar greinar um hið merkasta, er gerist á Norð-
urlöndum í stjórnmálum, atvinnulífi og viðskiptum við aðrar þjóð-
ir. Um íslenzk efni hafa skrifað: Sveinn Björnsson, Konungsríkið
ísland. Nokkrar athugasemdir um ríkisréttarstöðu þess; Árni Frið-
riksson, Um fiskveiðar íslendinga; Eysteinn Jónsson, Framfarir
íslands á vorum tímum; Jóhannes Áskelsson, Um jarðfræðirann-
sóknir á íslandi og gildi þeirra fyrir almenna jarðfræði. Auk þess
hefir Tryggvi Sveinbjörnsson skrifað smágrein um síðustu alþing'-
iskosningar og Páll Jónsson um ísland á heimssýningunni í New
York, útflutninginn 1938, gengislækkunina, þjóðstjórnina, mála-
leitunina um þýzkar flugferðir til íslands og norsk-íslenzka og
þýzk-íslenzka verzlunarsamninginn.
Timaritið er að öllu hið vandaðasta og hefir þarft og göfugt
hlutverk. G. F.
Island. Af Ólafur Lárusson. S'ártryck ur Nordisk Kultur V.
„Ortnamn".
Próf. Ólafur Lárusson hefir þarna á 16 bls. ritað um íslenzk
örnefni, heimildir þeirra, rannsóknir á þeim og tegundii' þeiira,
svo sem bæjanöfn, byggðanöfn, nöfn fjarða, fljóta, vatna og fjalla,
nöfn, sem fela í sér heiðnar minjar eða kristnar minjar, nöfn dreg-
in af þinghaldi og mannamótum, nöfn úr daglegu lífi, o. s. frv.
Bendir hann á hve margt má af örnefnunum læra um sögu þjóðai'-
innar og menningu, enda er hann sjálfur brautryðjandi í því efni
hér á landi. Er greinin prýðilega skrifuð, ljós og efnismikil.
G. F.
Haralds Níelssonar fyrirlestrar. I. Haraldur Níelsson. Eftir Ás-
mund GuSmundsson. Gefið út af Minningarsjóði Haralds prófess-
ors Níelssonai' og ísafoldarprentsmiðju h.f. Rvík 1938.