Skírnir - 01.01.1939, Side 230
Skírnir
Ritfregnir
227
Höfundur flutti þennan fyrirlestur á hinni fögru minningar-
samkomu, er Háskóli íslands hélt, þá er 70 ár voru liðin frá fæð-
ingu Haralds prófessors Níelssonar. Lýsir hann honum af næmum
skilningi og aðdáun, segir frá uppvexti hans, námi og starfi: biblíu-
þýðingu, kennslu, sálarrannsóknum, predikunum, bindindisstarf-
semi og ritmennsku, og er fyrirlesturinn að öllu hinn prýðilegasti.
Bókin er skreytt tveim góðum myndum af Haraldi, eftirmynd af
rithönd hans og mynd af Grímsstöðum á Mýrum. G. F.
Charlotte Biihler: Hagnýt barnasálarfræði. Ál'mann HalldÓl’SSOn
þýddi. Ólafur Erlingsson. Reykjavík 1939.
Hvað á eg nú að gera? Þessi spurning hlýtur oft að koma kenn-
urum og foreldrum í hug, þegar vanda ber að höndum í uppeldinu.
Margir eru áhugalitlir um uppeldi barna sinna, þangað til í óefni
er komið. Þá hljóðar spurningin: Hvað gerði eg rangt? Hvað hefði
eg átt að gera?
Það er ekki langt, síðan vísindin hófu rannsókn á sálarlífi barna
og unglinga, en fáar fræðigreinar hafa reynzt jafn bráðþroska sem
barnasálfræðin. Hún er nú að komast á það stig að geta leyst úr
ýmsum brennandi vandamálum uppeldisins.
Charlotte Biihler hefir einkum getið sér orð fyrir rannsóknir
sínar á sálrænni þróun barnsins. Hún hefir sett þær rækilegast
fram í riti sinu: Kindheit und Jugend; „Hagnýt bamasálarfræði“
er aðeins einfaldari og alþýðlegri framsetning sama efnis, þótt
ýmsu sé við aukið. Frú Biihler skiptir þróuninni niður í ákveðin
skeið, og hefir hvert skeið sín höfuðeinkenni, sem glögglega birt-
ast i framkomu barnsins og háttum. Hér er fengin mikilvæg þekk-
ing um barnið. Raunar eru börn eins ólik og þau eru mörg, en samt
eru þeim vissir eðlisþættir sameiginlegir. Ef dæma skal um þróun
barnsins, ber fyrst að ganga úr skugga um það, hvort þroski þess
samsvari aldri og viðkomandi skeið sýni eðlileg auðkenni. Finnist
þar misbrestur á, er hætta á ferðum, og verður þá að leita ástæð-
unnar. Oft er hún fólgin í eðli barnsins sjálfs, en stundum í af-
skiptum fullorðinna af því. Hvort sem er, verður að leita bóta á
vandkvæðunum, því að sálrænar truflanir, þótt smávægilegar virð-
ist í fyrstu, eru sizt ósaknæmari en líkamleg veiklun. Það gegnir
furðu, að fólk hleypur til læknis með hvern smávegis lasleika, en
lætur sig' engu skipta, þótt börn þess sýni þrjózku, stami, séu óeir-
in, sljó og áhugalaus, sýni öðrum börnum órækt, en fullorðnum
óhlýðni. En þetta eru einmitt þau mein, sem uppeldisfræðingur-
inn getur oft læknað, en hafa hins vegar alvarlegar afleiðingar, ef
þau eru látin afskiptalaus. Þeim, sem athuga vilja börnin út frá
þessu sjónarmiði, er bók frú Buhler hinn bezti leiðarvísir. Til skýr-
ingar á einstökum atriðum nefnir hún fjölmörg dæmi um börn,
15*