Skírnir - 01.01.1939, Page 232
Skírnir
Ritfregnir
229
t. d. að „þurrka“ barnið (bls. 17), þ. e. að skipta um blæjur á því.
„ . . . að álykta sig á óbeinan og örðugan hátt að“ niðurstöðunni
(bls. 23). „Það er ógerningur, að kenna barninu með því að þjálfa
það hluti, sem það hefir ekki þroska til að veita viðtöku" (bls. 52).
„I fyrsta lagi er að geta gefið tilfinningar sínar á vald öðrum ein-
staklingi“ (bls. 148). Mjög oft er þýzka orðið „wahrend“ þýtt
með skandinavisku orðatiltæki „þar sem“, en það er lítt skiljan-
legt á islenzku. „Þar sem sálkönnuðurinn Josef K. Priedjung telur
þessa sjálfsfróun daglegt og heilbrigt fyrirbrigði, er Curt Boen-
heim þeirrar skoðunar eftir langa lækningareynslu, að hér sé um
að ræða óvenju bráðþroska börn eða vanhirt börn og úrkynjuð"
(bls. 137). Það er of margt um slík pennaglöp í bókinni, en þýð-
andinn hefir sýnt, bæði i þessari bók og öðrum, að hann getur bet-
ur. Og gildi bókarinnar er óskert fyrir þessu. Ármann Halldórsson
á óskoraða þökk skilið fyrir að hafa veitt íslenzkum foreldrum og
kennurum aðgang að þessu riti. Matthías Jónasson.
GuSbrandur Jónsson: ÞjóSir, sem ég kynntist. Minningar um
menn og háttu. Rvík 1938. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar. 164
bls. 8 bl. br. Verð 4,75.
Þetta eru niu ritgerðir, sem Guðbrandur prófessor Jónsson upp-
runalega samdi sem útvarpsfyrirlestra, og vöktu töluvert umtal,
þegar þeir voru haldnir. En þjóðirnar, sem um er rætt þarna, eru
Danir, Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar, Bretar, Frakkar, ítalir, An-
dorrabúar og íslendingar.
Þegar eg tók bók þessa í hönd, trúði eg því varla, að hægt væri
að rita þannig um fjórar Norðurlandaþjóðir, ásamt Bretum og
Þjóðverjum, að ekki yrði að miklu leyti hið sama sagt um þær all-
ar. En þetta hefir Guðbrandi tekizt. Mai'gt er það í lýsingum hans,
sem er mjög vel athugað, og hefir, að eg held, hvergi komið fram
áður í lýsingum af þessum þjóðum, en sumt af því mun vafalaust
vekja mótstöðu.
Kaflarnir eru með nokkuð misjöfnum hætti, og er víða komið
við, og mun það hafa verið einn þáttui'inn, er gert hefir höfundinn
svo vinsælan meðal útvarpsáheyrenda. Dálítillar andúðar virðist
mér kenna gegn einni þjóðinni, sem kannske er eðlilegt, þvi að það
kemur fram í kaflanum um hana, að höfundurinn álítur að sjálf-
stæði okkar íslendinga stafi hætta af henni.
Einna beztur virðist mér kaflinn um Þjóðverja, og fannst mér eg
skilja þá mun betur eftir lesturinn. Eg' hefði þó viljað bæta þar við
því, sem mér finnst einkennilegast í fari Þjóðverja, og það er, að
þeir virðast alloft þui'fa að vita stöðu föðurins, til þess að geta
kveðið upp dóm um mann eða konu. Kemur þetta furðulega viðhorf