Skírnir - 01.01.1939, Page 235
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Þórarinn Bjarnason, verkstjóri i Reykjavik.
Stóðu fundarmenn upp allir og minntust hinna látnu félagsmanna.
Síðan á síðasta aðalfundi höfðu verið skráðir 28 nýir félags-
menn.
2. Þá las forseti upp ársreikning félagsins fyrir síðastliðið ár
og efnahagsreikning þess við lok þess árs. Höfðu engar athuga-
semdir verið gerðar við þá, og voru þeir samþykktir af félags-
mönnum.
Enn fremur las forseti upp reikning fyrir sjóð Margr. Lehmann-
Filhés og Afmælissjóð Bókmenntafélagsins.
3. Þá voru kjörnir endurskoðendur; voru þeir endurkosnir, er
verið höfðu, þeir Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri, og
Jón Asbjörnsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður.
4. Þá skýrði forseti frá útgáfu bóka félagsins þetta ár; kvað
hann út mundu gefnar þessar bækur: Ævisaga Jóns prófasts Hall-
dórssonar i Hitárdal, eftir herra dr. theol. Jón Helgason, biskup;
lokahefti VI. b. Safns til sögu Islands, með ritgerðum eftir pró-
fessor, dr. philos. Björn M. Ólsen, og svo Skírnir, ámóta stór og
síðastliðið ár. — Enn fremur ræddi forseti nokkuð um útgáfu
annara bóka, er kringumstæður leyfðu. — Um áramótin kvað for-
seti myndi koma út lokahefti XIII. bindis Fornbréfasafnsins, regist-
urs við það bindi, og að það yrði sent áskriföndum þess. — Fyrir
sjóð Margr. Lehmann-Filhés væri í ráði að gefa út sérstaka bók
um íslenzkar þjóðsögur; væri þegar ráðinn maður til að semja
það rit.
Þá tók til máls Jón Normann Jónasson, kennari. Fór hann
nokkrum orðum um starfsemi og bækur Bókmenntafélagsins. —
Vildi hann mælast til þess, að stjórnin auglýsti nokkuð starfsemi
og ágæti félagsins, því að ella kynni hin uppvaxandi kynslóð að
missa sjónar á því, og yrði slíkt mikill skaði. — Forseti svaraði
með nokkrum orðum og tók vel undir tillöguna. Kvaðst hann vona,
að margir nýir félagsmenn myndu bætast félaginu, er það gæti
hafið útgáfu hinnar áformuðu ævisagnabókar.
Þá spurðist Steinn Dofri, ættfræðingur, fyrir um það, hversu
myndi hagað útgáfu ævisagnaritsins. Svaraði forseti og gaf upp-
lýsingar um það, er spurt var um, fyi'irkomulag ritsins.
Steinn Dofri tók þá aftur til máls, einkum út af ummælum Jóns
Normanns Jónassonar, og tók nokkuð i hinn sama streng. Mælti
hann nokkur vel valin orð til hvatningar að standa á móti þeim
óviturlegu árásum, er Bókmenntafélagið og raunar önnur lík starf-
semi hefir orðið fyrir og þess yrði við og' við vart á síðustu árum.
Enn fór hann nokkrum orðum um ágæti vorra fornu bókmennta,
og hversu brýna nauðsyn bæri til að hamla upp á móti ýmiss konar
hleypidómum um sumt af þeim á síðustu tímum. — Forseti þakk-