Valsblaðið - 11.05.1972, Page 78

Valsblaðið - 11.05.1972, Page 78
76 VALSBLAÐIÐ hlotið sömu örlög. Og það þykir Bobby heldur leitt, því að Portúgalar eru þeir mótherjar, sem hann virðir mest. Mörkin tvö, sem hann skoraði gagn þeim í undanúrslitum HM 1966 eru sennilega þýðingarmestu mörk, sem hann hefur skorað. Hið síðara, aðeins tíu mínútum fyrir leikslok, hlýtur að hafa sært sérhvert portú- galskt hjarta. En Charlton segir: — Þegar ég gekk til baka að miðlínunni hljóp Augusto til mín til þess að taka í hönd mína vingjarnlega og óskaði mér til hamingju. Af öllum knatt- spyrnuliðum, sem ég hef leikið gegn, eru Portúgalar í sérflokki hvað íþróttamennsku áhrærir. Og þessu augnabliki lýsir Charlton þannig: — Allt í einu byggðum við upp frábært mark. Knötturinn barst frá vallarhelmingi okkar til Ball, til Moore og síðan til Cohen þvert yfir. Cohen spyrnti langt fram hægra meg- in — Hurst náði knettinum á fullri ferð og lauk spretti sínum fyrir fram- an bakvörðinn. Hann var í góðri að- stöðu til að skjóta á mark — en eig- ingirni var ekki til. Hann leit upp andartak — lagði síðan knöttinn aft- ur í opnu fyrir mig til þess að smella honum í markið. Wembley sprakk. Portúgalar gátu búizt við einhverju slíku frá Charlton. Árið 1958 í ein- um sínum fyrsta landsleik skoraði hann bæði mörkin í sigurleik Eng- lands gegn Portúgal 2:1. Wembley-leikvangurinn hafði einn- ig sprungið fjórum leikjum fyrr í HM, þegar Charlton skoraði fyrsta mark Englands í keppninni. England hafði hafið keppnina með 90 mín- útna leiðindaleik gegn Uruguay — án marka. Þéttsetinn leikvangurinn af áhorfendum hafði beðið í 38 erf- iðar mínútur gegn Mexikó — lágt skrifuðu liði — en ekki virtist bóla á marki, frekar en gegn Uruguay. En þá — og látum Bobby segja frá: — Ég fékk knöttinn á miðjunni frá Hunt. Einhver leikflétta greip mig. Ég einlék mig frían — fintaði til vinstri og til hægri og spyrnti allt í einu af 25 metrum. Markvörður Mexi- kó, Calderon, hafði enga möguleika til að verja. Ég leit ekki einu sinni upp til að sjá hvar markið var — spyrnti aðeins eins fast og ég gat í áttina að markinu. Þrumuköllin klingja enn í eyrum mínum. Eitthvað greip mig, segir Charl- ton. Það hlýtur að vera, því Charlton skorar of mikið af slíkum snilldar- mörkum til þess, að hægt sé að ræða þar um einhverja heppni. Nokkrum vikum fyrr hafði hann skorað eitt slíkt þrumumark gegn Júgóslafíu í æfingaleik fyrir HM. Og þegar hinn hægláti Charlton segir sjálfur: — Ég verð að viðurkenna að þetta er mark, sem ég er stoltur af — þá hlýtur það að vera eitt af beztu mörkum hans. Dæmið sjálf. — Ég var um 25 metra frá mark- inu, þegar ég fékk knöttinn og ég leit snöggt í kringum mig til að sjá hvort ég gæti sent til einhvers sam- herja. Það var enginn, en Jetvic, ann- ar bakvörður þeirra, var fyrir fram- an mig. Ég ákvað samstundis að reyna markskot, því ef það heppn- aðist, mundi markvörðurinn ekki sjá knöttinn. Ég spyrnti í átt að mark- inu og knötturinn small undir þver- slána efst í netmöskvana. Það er furðulegt hvað slíkt tækifæri heppn- ast oft. Og það er það. Spyrjið leikmenn Tottenham. Minnið þá á leikinn 1963, þegar Dave McKay fótbrotnaði í fyrra skiptið. Það var í Evrópukeppni bik- arhafa, sem Tottenham hafði sigrað svo glæsilega árið áður. Síðari leikurinn og tíu leikmenn Tottenham börðust hetjulega — Mc- Kay meiddist eftir aðeins átta mín- útur — og höfðu enn yfir samanlagt. Þá skipti M[att Busby, framkvæmda- stjóri Manch. Utd., Charlton frá vinstra kanti inn á miðjuna. Tuttugu mínútur voru eftir. Og Old Trafford nötraði af gleði, þegar Charlton skor- aði tvö mörk — hið síðara aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Hið fyrra hafði komið, þegar Pat Crerard sendi Charlton knöttinn. Hann var á fullri ferð í átt að mark- inu — og án þess að líta upp spyrnti hann knettinum meter frá vellinum með vinstri fæti og Bill Brown hafði engin tök á að verja. Brown, sem er mikill aðdáandi Charlton, var ánægður að þurfa ekki að standa í marki, þegar Manch. Utd. vann Tottenham 5:1 1965. Slík mörk, sem hann skoraði þá, hafa fáir leikið eftir. Knattspyrnuferill Bobby Charlton hefur þó ekki alltaf verið dans á rós- um — en oftast. Stundum hafa meiðsli sett strik í reikninginn og 1964 var Charlton settur úr enska landsliðinu. Mánuði síðar — svona til að fagna endurkomu Manch. Utd. í Evrópukeppni -—• skoraði hann þrjú þrumumörk gegn Borussia í 6:1 sigri — á útivelli! Bobby Charlton hefur verið kjör- inn „knattspyrnumaður Englands“ — „knattspyrnumaður Evrópu“ og hann á áreiðanlega eftir að skora mörg minnisstæð mörk enn. Hann er nú nýlega 34 ára og hefur sjaldan leikið betur og það hefur komið fram í leik Manchester United á þessu leik- tímabili. Þegar þetta er skrifað hef- ur Manch. Utd. góða forustu í 1. deild og ef til vill leikur því Bobby Charl- ton í Evrópu á ný næsta keppnistíma- bil. &%«?> Málningarverksmiöjan Harpa hefur þá ánægju aö tilkynna viöskiptavinum sínum, að komnir eru á markaöinn alveg framúrskarandi fallegir litir til innanhússmálnignar Hrimhvítt - Ljómagult - Hörgult - Hunangsgult - Sefgrant - Dökkgrant - Gultokkur - Dökkgrátt'

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.