Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 78

Valsblaðið - 11.05.1972, Síða 78
76 VALSBLAÐIÐ hlotið sömu örlög. Og það þykir Bobby heldur leitt, því að Portúgalar eru þeir mótherjar, sem hann virðir mest. Mörkin tvö, sem hann skoraði gagn þeim í undanúrslitum HM 1966 eru sennilega þýðingarmestu mörk, sem hann hefur skorað. Hið síðara, aðeins tíu mínútum fyrir leikslok, hlýtur að hafa sært sérhvert portú- galskt hjarta. En Charlton segir: — Þegar ég gekk til baka að miðlínunni hljóp Augusto til mín til þess að taka í hönd mína vingjarnlega og óskaði mér til hamingju. Af öllum knatt- spyrnuliðum, sem ég hef leikið gegn, eru Portúgalar í sérflokki hvað íþróttamennsku áhrærir. Og þessu augnabliki lýsir Charlton þannig: — Allt í einu byggðum við upp frábært mark. Knötturinn barst frá vallarhelmingi okkar til Ball, til Moore og síðan til Cohen þvert yfir. Cohen spyrnti langt fram hægra meg- in — Hurst náði knettinum á fullri ferð og lauk spretti sínum fyrir fram- an bakvörðinn. Hann var í góðri að- stöðu til að skjóta á mark — en eig- ingirni var ekki til. Hann leit upp andartak — lagði síðan knöttinn aft- ur í opnu fyrir mig til þess að smella honum í markið. Wembley sprakk. Portúgalar gátu búizt við einhverju slíku frá Charlton. Árið 1958 í ein- um sínum fyrsta landsleik skoraði hann bæði mörkin í sigurleik Eng- lands gegn Portúgal 2:1. Wembley-leikvangurinn hafði einn- ig sprungið fjórum leikjum fyrr í HM, þegar Charlton skoraði fyrsta mark Englands í keppninni. England hafði hafið keppnina með 90 mín- útna leiðindaleik gegn Uruguay — án marka. Þéttsetinn leikvangurinn af áhorfendum hafði beðið í 38 erf- iðar mínútur gegn Mexikó — lágt skrifuðu liði — en ekki virtist bóla á marki, frekar en gegn Uruguay. En þá — og látum Bobby segja frá: — Ég fékk knöttinn á miðjunni frá Hunt. Einhver leikflétta greip mig. Ég einlék mig frían — fintaði til vinstri og til hægri og spyrnti allt í einu af 25 metrum. Markvörður Mexi- kó, Calderon, hafði enga möguleika til að verja. Ég leit ekki einu sinni upp til að sjá hvar markið var — spyrnti aðeins eins fast og ég gat í áttina að markinu. Þrumuköllin klingja enn í eyrum mínum. Eitthvað greip mig, segir Charl- ton. Það hlýtur að vera, því Charlton skorar of mikið af slíkum snilldar- mörkum til þess, að hægt sé að ræða þar um einhverja heppni. Nokkrum vikum fyrr hafði hann skorað eitt slíkt þrumumark gegn Júgóslafíu í æfingaleik fyrir HM. Og þegar hinn hægláti Charlton segir sjálfur: — Ég verð að viðurkenna að þetta er mark, sem ég er stoltur af — þá hlýtur það að vera eitt af beztu mörkum hans. Dæmið sjálf. — Ég var um 25 metra frá mark- inu, þegar ég fékk knöttinn og ég leit snöggt í kringum mig til að sjá hvort ég gæti sent til einhvers sam- herja. Það var enginn, en Jetvic, ann- ar bakvörður þeirra, var fyrir fram- an mig. Ég ákvað samstundis að reyna markskot, því ef það heppn- aðist, mundi markvörðurinn ekki sjá knöttinn. Ég spyrnti í átt að mark- inu og knötturinn small undir þver- slána efst í netmöskvana. Það er furðulegt hvað slíkt tækifæri heppn- ast oft. Og það er það. Spyrjið leikmenn Tottenham. Minnið þá á leikinn 1963, þegar Dave McKay fótbrotnaði í fyrra skiptið. Það var í Evrópukeppni bik- arhafa, sem Tottenham hafði sigrað svo glæsilega árið áður. Síðari leikurinn og tíu leikmenn Tottenham börðust hetjulega — Mc- Kay meiddist eftir aðeins átta mín- útur — og höfðu enn yfir samanlagt. Þá skipti M[att Busby, framkvæmda- stjóri Manch. Utd., Charlton frá vinstra kanti inn á miðjuna. Tuttugu mínútur voru eftir. Og Old Trafford nötraði af gleði, þegar Charlton skor- aði tvö mörk — hið síðara aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Hið fyrra hafði komið, þegar Pat Crerard sendi Charlton knöttinn. Hann var á fullri ferð í átt að mark- inu — og án þess að líta upp spyrnti hann knettinum meter frá vellinum með vinstri fæti og Bill Brown hafði engin tök á að verja. Brown, sem er mikill aðdáandi Charlton, var ánægður að þurfa ekki að standa í marki, þegar Manch. Utd. vann Tottenham 5:1 1965. Slík mörk, sem hann skoraði þá, hafa fáir leikið eftir. Knattspyrnuferill Bobby Charlton hefur þó ekki alltaf verið dans á rós- um — en oftast. Stundum hafa meiðsli sett strik í reikninginn og 1964 var Charlton settur úr enska landsliðinu. Mánuði síðar — svona til að fagna endurkomu Manch. Utd. í Evrópukeppni -—• skoraði hann þrjú þrumumörk gegn Borussia í 6:1 sigri — á útivelli! Bobby Charlton hefur verið kjör- inn „knattspyrnumaður Englands“ — „knattspyrnumaður Evrópu“ og hann á áreiðanlega eftir að skora mörg minnisstæð mörk enn. Hann er nú nýlega 34 ára og hefur sjaldan leikið betur og það hefur komið fram í leik Manchester United á þessu leik- tímabili. Þegar þetta er skrifað hef- ur Manch. Utd. góða forustu í 1. deild og ef til vill leikur því Bobby Charl- ton í Evrópu á ný næsta keppnistíma- bil. &%«?> Málningarverksmiöjan Harpa hefur þá ánægju aö tilkynna viöskiptavinum sínum, að komnir eru á markaöinn alveg framúrskarandi fallegir litir til innanhússmálnignar Hrimhvítt - Ljómagult - Hörgult - Hunangsgult - Sefgrant - Dökkgrant - Gultokkur - Dökkgrátt'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.