Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 24

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 24
24 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: afhent stofnskráin og hún tekin upp í alþjóðareglu Góðtemplara, var Ólafur kjörinn æðsti-templar, er sýnir að þegar þótti að honum kveða um þessi mál. Enda var hann alla æfi eindreginn stuðningsmaður bindindismálsins. Um þetta leyti voru íslendingar mjög farnir að skiftast í andstæða flokka um lands og félagsmál. Flokksmeðvitundin var að verða mjög ákveðin og kom í ljós jafnvel þar sem ekki hefði átt að vera um ágreiningsmál að ræða. Vikublaðið Heimskringla hafði þá verið stofnað fyrir rúmu ári. Tveir rit- stjórar voru í byrjun við blaðið: Frímann B. Arn- grímsson, er lagði fé sitt í fyrirtækið og Einar Hjör- leifsson (Kvaran), er þá var búinn að dvelja í bæn- um um tveggja ára tíma og orðinn löndum sínum al- kunnur sem sérstakur hæfileikamaður. Við megna örðugleika áttu útgefendur að stríða, mest sökum efnaskorts, svo að ekki gátu þeir látið blaðið koma út óslitið þetta fyrsta ár. Varð Einar að hætta rit- stjórninni og vakti það eftirsjá hjá mörgum. Þá hafði líka blaðið tekið ákveðna afstöðu til landsmál- anna, og aðhylst stefnu íhaldsflokksins, jafnframt því sem það þótti ekki styðja nógu ákveðið hið ný- stofnaða kirkjufélag. Studdi margt að því að ekki var hægt að sameina hugi manna um fyrirtækið. — Samtök voru því hafin, um þessar mundir, með að stofna nýtt vikublað, og stóðu að þeim þeir menn er hallast höfðu að hinni svonefndu frjálslegu lands- málastefnu (Liberal) og eindregnir voru stuðnings- menn hins nýstofnaða kirkjufélagsskapar. En hörguli var á íslenzkum prenturum og hinir fáu, er til voru, lítt æfðir í þeirri list. Var nú leitað til Ólafs og hann fengin til að vera með í þessum samtökum. Varð fyrirtækinu hið mesta lið að honum, og óvíst hvernig annars hefði farið. f desember-mánuði var sent út boðsbréf að þessu nýja blaði, og meðal annars er þess þar getið, að það verði látið heita “Lögberg”, og tilsvari það enska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.