Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 25
ALMANAK 1938 25 blaðaheitinu “Tribune”. Undir boðsbréfið voru rit- aðir sex menn: Sigtryggur Jónasson, Einar Hjör- ieifsson (Kvaran), Bergvin Jónsson, ólafur S. Thor- geirsson, Árni Friðriksson og S. J. Jóhannesson. Fyrsta tölublaðið kom út 14. janúar 1888. Tók Ólafur þegar við stjórn prentsmiðjunnar og veitti henni forstöðu í rúm 17 ár (1905). Aðstoðarmaður hans í byrjun var Bergvin Jónsson er áður hafði verið stílsetjari við blaðið Framfara í Nýja-íslandi. Verk sitt vann Ólafur vel. Skifti nú mjög um, við það sem áður hafði verið, með hin fyrstu blöð, er út höfðu verið gefin, að frágangur allur var hinn smekklegasti eftir því sem letur og áhöld leyfðu. Fékk prentsmiðjan því brátt orð á sig undir hans stjórn. Er blöðin voru orðin tvö, tók þegar að bryddu á deilum á milli þeirra. Keptu þau nú hvort við annað um að ná sem almennastri hylli og útbreiðslu. Það var skilnigur þeirra tíma að eins líf væri annars dauði. Þeim stuðningi er Heimskringla hafði notið frá almenningi var nú brátt kipt burtu af þeim er hölluðust að, eða fylgdu hinu nýja blaðafyrirtæki. Urðu flokkaskilin öllu greinilegri en áður og skoð- anamunur ákveðnari. Það var komið út í baráttu—- hina æfagömlu baráttu, fyrir tilverunni. Bak við flokkaskiftinguna stóð hinn trúmálalegi og pólitíski ágreiningur. Frá sjónarmiði þeirra tíma, átti alt að þjóna undir hið nýstofnaða kirkjufélag og frjáls- lynda flokkinn er þá sat að völdum í Manitoba, eða undir íhaldsflokkinn og einskonar óháða frjálslynda trúmálastefnu, er engu skipulagi var búin að ná. Markmiðið var að byggja upp sem ákveðnasta flokka, hvað sem öðru leið. Gerðust þau brögð að þessu, að skoðanaháttur þessi kom fram í sem næst öllum félagsmálum þó hlutlaus ættu að vera og væri í sjálfu sér. Hugsunarháttur þessi mun hafa snert Ólaf ó- þægilega, strax og hann fór að kynnast honum, er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.