Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 26

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 26
26 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: upplagi var sáttfús maður og friðsamur, félagslynd- ur og samvinnuþýður. En þar varð ekki hleypt undan blaki. Strax á fyrsta ári hins nýstofnaða Góðtemplar félagsskapar reis upp deila er rót sína átti að rekja til þessarar flokkaskiftingar þó annað væri það látið heita á yfirborðinu. Var ólafur þá æðst-templar stúkunnar. Lyktaði þrætu þeirri með því að nær 50 manns sögðu sig úr félaginu og stofn- uðu nýja stúku er nefnd var “Skuld”. Var ólafur í tölu þeirra er úr gekk og strax kjörinn æðsttemplar hinnar nýju stúku. Engann þátt átti ólafur í deilu þessari annann en þann að hann vildi koma á sáttum á milli þeirra er ákafast deildu svo að sjálfur málstaðurinn er félags- skapurinn barðist fyrir yrði ekki fyrir tjóni, — hann bar hann mest fyrir brjósti, eins og hann sýndi alla æfi. — En er öll málamiðlun varð árangurslaus, fylgdi hann félagssystkinum sínum er burtu gengu. Ólafur var mjög prúður maður að hátterni, var honum því allur ærslagangur óskapfeldur. Bar framkoma hans ávalt vott um kurteisi og dýran metnað, en jafnframt lipurð og sanngirni. Hann var að ytra viðmóti fremur fálátur en orðvar og óádeil- inn. Aldrei stóð hann í blaðaþrefi á hverju sem gekk, en vildi alla jafnast miðla málum, ef því va»- að skifta og þess var kostur. Engu að síður var hann ákveðinn flokksmaður að því leyti að halda taum þeirra mála er hann fylgdi. Mun hann brátt hafa gengið í Fyrsta lúterska söfnuð, eftir að hann kom til Winnipeg, og reyndist þar ágætur liðsmaður. f þeim söfnuði stóð hann, að undanteknum fáeinum árum að hann tilheyrði Tjaldbúðarstöfnuði í prests- þjónustutíð séra Friðriks J. Bergmanns, fram til æfiloka. í fjársöfnunar og byggingarnefnd safnað- arins var hann meðan söfnuðurinn var að koma sér upp hinni vönduðu kirkju sinni við Bannatyne og Sherbrook stræti, á árunum 1903—04. Eftir árið 1906 mun hugur hans fremur hafa hallast að seinni- tíðar útskýringu trúarkenninganna, enda var þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.